Jæja ég ætla að gagnrýna FOTR hvað mér fannst um hana hérna kemur þetta

FOTR: í byrjun myndarinnar þegar Galadríel eða konan sem leikur hana er að tala og segja frá hvernig hringarnir höfðu verið gerðir og segja hvernig Bilbó eignaðist hann var ég geðveikt spenntur. En Héröðs atriðin fannst mér mjög flott. Vel gert og allt svo geðveikt “gamal dags” og raunverulegt. Og hvað Baggabotn var alveg eins og ég ímyndaði mér hann þegar ég las Hobbitann. En síðan tekur svo snöggt við nýr söguþráður þar sem þeir eru lagðir af stað til Brýs mér fannst það vera soldið skrýtið af því að Fróði átti að hafa átt afmæli og hafa haldið fyrir sig og Bilbó. En á leiðinni til Brýs var ég mjög sáttur við að Peter hafi sleppt atriðinu me Tom gaurnum ég gleymi nafninu alltaf. Ég var mjög sáttur með að því hafði verið sleppt. Gæti ekki séð einhvern gaur hoppandi og syngjani. En samt ég var ósáttur með að það var sleppt atriðinu með Há-Álfönum væri geðveikt til í að sjá þá. Þegar til brýs er komið vildi ég geiðveikt fá að sjá Fróða taka dansinn. Og að samband hans og Aragorns hafi ekki byrjað svona illa eins og sást í myndinni. En á Vindbrjóti var ég mjög sáttur, samt augun í Fróða lýstu einhvern veiginn fannst það töff. En þegar þeir eru að flýja frá Vindbrjóti var ég ekkert hrifinn af því að Arven kom ég vildi frekar að Álfurinn myndi koma með þennan spes hraða hest. En þegar Fróði er að fjara út og hann vaknar í rúminu með Gandalf sitjandi við rúmstokkinn fannst mér mjög flott. En Hugo sem leikur Elrond mér finnst hann alltaf vera of alvarlegur aldrei brosandi nema þegar Sómi segjir á ráðstefnunni Fróði fer sko ekkert án mín. Þá sagði hann Já það er svo sannarlega erfitt að aðskilja ykkur jafnvel þótt hann sé boðaður á leynifund en ekki þú. En þegar föruneytið hefst var ég mjög spenntur. En samt síðan var eitthvað voðarólegt þangað til að þeir komu í Moría og það var Miðpunktur myndarinnar hvað Balrogurinn var vel gerður og þessir Moría Orkar/Dríslar voru vel gerðir áttu aldrei að hafa séð sól og þá fóru augun svona út og það var verulega raunverulegt. En þegar Gandalfur féll voru allir alveg voðalega sorgmæddir allir grétu nema Aragorn, Legolas & Boromír. Og síðan fara þeir í Lotharíen skóg. Var ég svoldið svekktur í að sýna ekki þegar þeir fundu þá og Gollum var að njósna. En þegar er komið að Amon Hen var ég mjög spenntur ég vissi að það myndi vera svona final slagur. Og Fróði strauk og allir í bíóinu er ekkert framhald ??? Ég gef þessari mynd 10 af 10.

Ég biðst forláts á Stafsetninga villum .. á til með að gera þær :)

Kv. Ási
acrosstheuniverse