Jæja jæja gleðilega jól öll saman, vonandi hafið þið það gott yfir hátíðirnar.

Ég gat ekki annað en skrifað mína eigin grein eftir að hafa lesið hérna fyir neðan lýsingu á myndinni þar sem henni var lýst sem það besta sem gæti hafa verið gert við bækurnar.

Þar verð ég að segja að ég er ósammála. Ekki miskilja mig samt! Mér finnst allar myndirnar mjög vel gerðar og Peter Jackson og allur leikhópurinn hefur staðið sig vel.

En ég get ekki sagt að ég sé alveg sáttur við hana. Mér fannst oft að Peter Jackson breytti hlutum sem þurfti ekkert að breyta og það þjónaði engum tilgangi og gott dæmi um það er t.d það að þegar Aragorn fer í gegnum dauðraslóð Þá samkvæmt bókinni voru hann, Legolas og Gimli í föruneyti með flokki hermanna sem var í kringum 30 eða 40 manns (man ekki alveg töluna). En svo í myndinni eru það bara Aragorn, Gimli og Legolas sem fara þar inn.
Ég get afsakað sumar úrklippur vegna þess að ég skil að það er ekki hægt að setja alla bókina á sviðið vegna þess að þá væri hún sennilega 8 eða fleiri klukkustundir að lengd en þarna var engin tímakreppa. Peter Jackson bara sleppti heilum hópi hermanna úr atriðinu án þess að ég gæti séð nokkra ástæðu fyrir því. Mér fannst að í rauninni mætti það ekki vanta vegna þess að ég held að Tolkien hafi viljað sýna hvað mennirnir voru tilbúinir að gera fyrir konung sinn og land og þurftu að berjast við innri ótta en gerðu það samt vegn ástar á Aragorn. Þetta var ég mjög ósáttur við.

Einnig líkaði mér ekki við það hvað Peter Jackson gerði marga háalvarlega hluti og breytti þeim í brandara. T.d það þegar að Gollum stekkur í Mount Doom á eftir hringnum eða þegar Dynþór missir vitið og ætlar að brenna sig og Faramír lifandi.
Þessi hluti sögunnar er mikilvægur vegna þess að hann sýnir það á mjög skilvirkan hátt hvernig myrkrið getur farið með sterkustu menn. Og hann breytir þessu í einn stórann brandara með þessu stökki hans og látum þegar hann hleypur þarna burt og dettur dauður niður eins og einhver tuskudúkka.
Ég held að Peter hafi ekki skilið hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli vegna þess að það eru litlu hlutirnir sem skapa söguna. Litlu augnablikin, að ákveða að beygja til vinstri en ekki hægri, að berjast eða flýja, og mikilvægasti hluturinn náttúrulega Hringurinn. Tolkien vissi að það voru litlu hlutirnir sem skiptu mestu máli og hann lagði mikið uppúr þeim í Hringadróttinssögu en ég held að Peter hafi ekki skilið það. Hann lagði of mikið uppúr því að byggja stór bardagaatriði. Besta dæmið um það er The Two towers þar sem að næstum helmingnum af myndinni er eitt í það eitt að sýna þetta atriði sem spannaði bara einn eða tvo kafla í allri bókinni.
Ég er bara ekki alveg sáttur við þetta.

Ekki misskilja mig samt, mér finnst Peter Jackson hafa staðið sig mjög vel við gerð myndanna og margir hefðu ekki getað gert það jafnvel og hann en ekkert er fullkomið og ég held að það séu margir hlutir sem hann hefði getað gert betur.

Ég veit að margir eru mér ósammála en ég ætla að biðja ykkur um að vera þroskuð og vera ekki með skítkast.

Takk fyrir mig og gleðileg jól!
In such a world as this does one dare to think for himself?