Nexus Forsýningin Í kvöld var haldin Nexus forsýning á þriðju kvikmyndinni í þríleik Peter Jacksons eftir bókinni Hringadróttinssaga. Þessi hluti ber nafnið The Return of the King eða Hilmir Snýr Heim og ber myndin sama nafn. Fyrri myndirnar tvær: Fellowship of the Ring (föruneyti hringsins) og The Two Towers (tveggja turna tal) voru og eru sannkölluð meistaraverk að mínu mati hreinlega bestu myndir allra tíma. Þriðja myndin er svo sannarlega ekki síðri. Myndin (þá meina ég allar myndirnar) er hreinlega besta mynd allra tíma, stór orð en svona líður mér.

Ég mætti klukkan rúmlega 20:00 í Laugarásbíó og hitti þar frænda minn að nafni Thykill hér á huga. Mikil stemming var í fólki og skein spenna út úr augum allra á svæðinu. Boðið var upp á popp, kók pizzur og nammi. Klukkan svona 20:30 var salurinn opnaður og klukkan 21:00 byrjaði svo sýningin. Ég sat í sætinu Q-13 sem er aftasta röðin í miðjunni, frábær sæti sem að fyrrnefndur frændi minn beið í 24 klukkustundir eftir.
Sýndir voru einherjir 9 trailerar á undan myndinni og svo var tveggja mínútna bið eftir myndinni. Þegar að myndin hófst og New Line Cinema merkið birtist á skjánum klöppuðu allir mikið. Ég ætla ekki að koma með neina spoilera hérna en ég get sagt ykkur að hreinlega allt er vel heppnað í þessari mynd (auðvitað má alltaf gagnrýna eitthvað en myndin er svo góð að gagnrýni á einhver smáatriði er bara fáránleg). Eftir myndina fylltist ég þvílíkri gleðitilfinningu (myndin hreinlega breitir hugarfari manns á líðandi stundir, lætur mann hugsa um hve hlutir eins og hugrekki, vinátta og slíkt er mikilvægt og lætur manni líða rosalega vel). En yfir mig kom líka mikil hryggðartilfinning þar sem að núna er ég búinn að sjá allan þríleikinn og því er þetta bara búið sem er ömurlegt.
Allt sem small svo vel saman í hinum myndunum er líka til staðar í þessari mynd og mikið fleira. Ein og sér er þessi mynd örugglega sú besta þeirra þriggja. Leikurinn er frábær, myndatakan ótrúleg, búningarnir frábærir bara allt og þá sérstaklega tilfinningin sem er svo rosaleg að maður er algjörlega dolfallinn yfir myndinni frá upphafi til enda, svona var þetta reyndar líka í hinum myndunum en þetta náði hápunkti núna. Þegar myndin er að enda þá hefur þú tárin í augunum en samt brosir þú út að eyrum, myndin endar miklu betur en ég hefði getað ýmindað mér. Allir lausir endar eru kláraðir. Kemst mjög nálægt tilfinningunni sem þú færð þegar þú klárar bækurnar.

Myndirnar þrjár eru hreinlega bestu myndir allra tíma og mér er alveg sama um öll verðlaun sem þessi þríleikur fær, þessar myndir eru þær bestu sem hafa verið gerðar. Ef þú vilt aðeins sjá eina mynd (í þessu tilviki þríleik þar sem þetta er í raun ein mynd) um ævina þá áttu að sjá Hringadróttinssögu myndirnar. Þessar myndir sýna fram á alla töfra kvikmyndana. Auðvitað eru bækurnar snilld og miklu betri en nokkur tíman einhver kvikmynd en þessar myndir eru þær bestu sinnar tegundir.

Fyrir þessar myndir Peter Jacksons er ég honum ævinlega þakklátur því þessar myndir eru það besta sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmyndahúsi og sé ég þessar myndir hreinlega aldrei verða toppaðar. Hvernig maðurinn fór að þessu er ofar mínum skilningi. Peter Jackson er sá leikstjóri sem ég hef nokkurn tíman séð mynd eftir sem skilur þetta form lista best.

Án nokkurs vafa ****/**** og myndi ég bæta við fleiri stjörnum ef það mætti. Besta mynd sem ég hef séð!

SJÁÐU ÞESSA MYND

wasted