Sælinú.

Ég hef nú ekki sent inn mína hefðbundnu grein í þónokkurn
tíma svo að hér kemur hún (hvort stjórnendur samþykki hana
eða ekki er þeirra mál)

Hér í dag ætla ég að taka fyrir málefni sem að ég hef velt fyrir
mér í þónokkurn tíma: Af hverju er Lotr svona vinsæl?

Persónulega finns mér LoTR vera langbesta ævintýra bók
sem að ég hef lesið (eða ég er ekki alveg búinn með hana…).
En afhverju?
Margar álíka bækur á borð við LoTR hafa komið út, svo sem
the Tombs of Atuan, eftir Ursulu K. LeGuin og margar fleiri
sem að aldrei hafa náð fyllilegri athygli almennings.

Og hér ætla ég að koma með álit mitt afhverju:

LoTR er eins og allir vita (nema einhverjir gaurar í
mið-austurlöndum) saga baráttu milli góðs og ills. Svoleiðis
sögur eru oft mjög vinsælar og almenningur hakkar það oft í
sig eins og fransbrauð með sultu.
En það er ekki bara það, LoTR er eitthvað meira…

Það er eins og LoTR endurspegli mankyn, og er hún ekki
einhæf saga þar sem að góðu kallarnir missa ekki nokkurn
skapaðan mann, heldur eru stríðin alveg raunveruleg. Eins
sagt er í treilernum “No, victory without loss”. Góðir menn
deyja til hægri og vinstri en er samt tilbúnir til þess, vegna
þess að málstaðurinn er góður.

Boðskapur LoTR er mjög mikið fólgin í því að það er alltaf von
og að þegar myrkrið er sem svartast, kemur sólin upp.

LoTR er heldur ekki að reyna að fegra neitt, heldur sýnir stríð í
réttri mynd.

Hún er eiginlega ekki bara fantasía, heldur eitthvað meira. Ég
veit ekki alveg hvað. hinsvegar er punktur minn þessi:

LoTR er saga þjáninga, sem að borguðu sig.

Ég hef ekki mikið meira að segja, svo að þetta endar trúlega á
korki.

En allavega varð ég að koma þessu á framfæri.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.

HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi