Um menn og vala
Það kemur fram í silmarillion og unfinished tales að mennirnir vöknuðu upp í landinu Hildorien, austan við Mordor. Valar sátu á meðan á Valinor, búnir að senda meiri hluta nolda í útlegð vegna afbrota Feanors. Valar leiðbeindu aldrei mönnum eins og álfun við vökuvatn forðum, hvað þá að þeir kölluðu þá til valinor, og þar með voru þeir að ákveðnu leiti flæktir í örlög nolda .En Ylmir vatnadróttinn reyndi alltaf að hjálpa þeim og leiðbeina. En með endurkomu nolda til miðgarðs og tilkomu sólarinnar var melkor í bili lamaður í dýpstu klefum angbanda og það sama er að segja um mest af liði hans. Það fyrsta sem þeir sáu var sólin sem reis í vestri og þess vegna leitaði hugur þeirra vestur.
Þar komu þeir inn í Beleriand og settust þeir að víða þar um slóðir, þ.e. Dor-Lomin á svæðum Fingólfs og Fingons, af ættboga Finnva, hálfbræður Feanors , Estolad eða tjaldbúðaland og Brethil sem er í skógi vestur af Doriat(beltislandi) Þingólfs og Melíönu og Amon Rudh sem er einnig á landamærum Doríats en sunnar og mörgum öðrum stöðum. En síðan skullu á hin hrikalegu stríð nolda við Melkor. Þeir höfðu flestir búsetu á landamærum norðursins og urðu þeir verst fyrir barðinu á honum. Þar datt völunum ekki í hug að hjálpa þeim þangað til að það var búið að eyða öllum þeim fögru löndum sem noldar höfðu byggt upp og beleriand sem hafði dafnað í skjóli varðstöðu nolda. Þegar melkor var komin alla leið til Falas fór hálfálfurinn Eärendil, sonur Tuors og Idril silfurfættlu(eitthvað svoleiðis). Eärendil sigldi yfir hafið til valinor, valar hlustuðu á hann og fóru með herskara sína til miðgarðs og var melkor gjörsigraður. Húrinn faðir Túrins og Huor faðir Tuors voru líka hetjur á forndægrunum, en í þúsund tára stríðinu vörðu þeir undanhald Turgons til Gondolín. Huor var drepinn en Húrinn staðfasti stóð síðastur eftir og var ekki yfirbugaður fyrr en hann var grafinn undir af öllum orka, trölla og balroggabúkunum. Þar var hann færður til Angbanda, en hann gafst ekki upp og ögraði Melkori sem lagði bölvun á alla hans ætt og lenti það verst á Túrin Glárungsbana sem var alveg ótrúlega seinheppinn.
Síðan var það nátturulega Beren einhenti sem skar silmerilinn úr járnkórununni og unnu menn mörg fleirri afrek í stríðinu, en strax á þessum tímum höfðu margir menn snúist á band melkors og voru svik þeirra því að kenna að þúsundtára stríðið tapaðist svona hörmulega, þeir sviku álfana og bræður sína og töfðu fyrir sonum Feanors. Þetta má að vissu leiti segja að sé Völum að kenna, þar sem þeir vissu að þeir hlytu að lenda í stríðinu við melkor.
En eftir forndægrin hjálpuðu valarnir loksins mönnunum, en aðeins þeim sem höfðu hjálpað þeim í heiftarstríðinu. Þannig lá miðgarður í myrkrinu í 3000 ár í viðbót og gerðu valar ekkert til þess að leiðbeina eða hjálpa þeim sem þar bjuggu, á meðan fór Sauron á stjá og voru aðeins leifar Nolda eftir sem bjuggu yfir einhverri mótspyrnu, Hvítþyrnaland, Lindar og Lórien voru einu ríkin sem veittu einhvað viðnám þegar sauron hóf stríðið, og var Eregion(hvítþyrnalandi) gjöreytt. Kom það í hlut númena að kenna þeim mönnum sem voru á miðgarði, en þeir voru bara í nokkrum bæjum á ströndinni áður en þeir spilltust og þöndu út veldi sitt á miðgarði, og stjórnuðu mönnum á miðgarði sem þrælum. Þá náði Sauron á vald sitt næstum öllum mönnum á miðgarði, og var fólkið þar byrjað að dýrka hann og Melkor sem guði. En spillingin frá miðgarði færðist einnig til númenor og náði Sauron að gjörspilla næstum allri þjóðinni(sem er dálítið skrítið þar sem melkor tókst það ekki). Þeir afneituðu algerlega völum og álfum á Valinor, hjuggu hvíta tréð(en ísildur bjargaði græðling með herkjum), byggðu hof og byrjuðu að dýrka melkor með blóðfórnum og lagði svartan reik yfir númenor frá eldinum í hofinu, fyrst fórnanna var mjalleyk. Síðan fór Ar-Pharazôn, valdaræninginn í stríð við vala, sem var nátturulega vonlaust frá upphafi. Sauron hafði nefnilega gjörspillt honum og var æðsti ráðgjafi hans(hann var upphaflega fluttur sem þræll til númenor en náði konunginum á sitt vald með skjalli og klækjabrögðum). En Valar sýndu enga miskun, heldur gjöreyddu númenor í staðin fyrir að beina þeim á rétta braut.Með undirhringum hringsins eina, t.d. hinum 9 sem menn fengu náði sauron að þenja veldi sitt enn frekar og var allt Eríador hans um skeið. Þeir björguðu hins vegar hinum trúföstu til miðgarðs, og risu upp konungdæmin Arnor og Gondor, eins og skuggar fyrri dýrðar. Þeim tókst samt að safna saman miklu liði og fóru Gil-Galad áflakonungur, Elendill úr Arnor, Anaríon úr gondor og Ísildur til mordor og yfirbuguðu sauron. En ísildur stóð eftir einn, hann tók hringin en var drepinn ári seinna og hringurinn tíndist.
Síðan urðu gondormenn um tíma öflugir, náðu undir sig miklum löndum í harad, þ.e. Umbar og nágrannalönd og löndin við Rhun vatn rétt norður af mordor. En Arnor ríkið í norðri liðaðist í sundur og lagt æi eyði af Nornakonunginum í Angmar, sem sat í Carn-Dum blóðstalli norður af Rofadal. En eins og ættla mátti reis sauron aftur upp þegar hann var fullviss um að hringnum hefði ekki verið eytt, en var hann aftur á móti tíndur. Valarnir í Valinor reyndu nú samt að hjálpa þeim með því að senda Gandalf, Saruman, Ráðgest, Pallando og Allotar sem leiðbeinendum manna en hurfu þeir allir frá upphaflegu markmiði nema Gandalf, og sumir eins og Saruman gjörspilltust einfaldlega. Það tókst með klækjabrögðum að sigra Sauron, og vann Fróði Friðason mikið afrek með því að laumast inn í mordor og eyða þar hringnum. En ekkert hefði orðið úr neinu ef Gandalf hefði ekki verið til staðar en hann var sendur af Manwe sjálfum og var hann ávalt þar sem að orustan var þéttust eða vandræðin mest (t.d. er hann kallaður Gandálfur stormkráka í Rohan vegna þessa, þar sem hann kemur aðeins á hættutímum). Þar reis Aragorn og varð mikill konungur og Arven af álfum drottning, dóttir Elronds, sem er sonur Eärendils, sonur Íðrilar silfurfættlu álfakyns og Tuors.