Ég hef verið að dunda mér við það upp á síðkastið að lesa lordinn aftur er að ljúka við hann í 7 sinn. En það er nú ekki það sem að ég ætla að fjalla um heldur það að hvernig illskan kemur fram í bókinni. Til að byrja með þá langar mig að koma inn á Kumlhóla. Því að þegar Hobbitarnir vinir okkar allar stoppuðu þar, þá tekur haugbúinn þá alla eins og flestir vita. En hins vegar þá er ekki eins og að hann (það er að segja kumlbúinn)vilji þeim í sjálfu sér nokkurn skaða. Þess má geta að þeir það er að segja þeir sem að voru grafnir í kumlhólum voru fornir óvinir nornaríkisins Agnmars. Finnst mér kumlbúinn bera meira þess einkenni að hann sér einmana hann klæðir alla hobbitana upp í föt sem að hæfa konungum og ber á þá skart það má þó til sanns vegar færa að hann lagði nakið sverð við hálsa þeirra. En það hefur engu að síður alltaf verið mín túlkun að hann sé einmana ferkar en í raun vondur.
Næst langar mig að koma niður að ráðstefnunni í Rofadal.
Þar kemur fram að Saúrman sé orðinn spilltur og hafi lengi vel villt á sér heimildir og það tel ég að fari ansi nærri sannleikanum. En í upp hafi var hann ekki vondur heldur öflugur vitki sem að lagði einstaka stund á hringafræði til þess að getað barist gegn myrkrinu. En eins og allir sem að fara skyggnast of langt inn í illskuna til þess að finna rætur hennar og spilltist þar með. Jafn vel er hægt að ímynda sér að Saúrman hafi hjálpað Sauroni til þess að komast frama aftur gegn einhverju leyndarmáli við hringa smíði eða jafnvel gegn nýjum hring. Því að samkvæmt því sem að Gandalfur segir sjálfur í ráðstefnunni þá var Saúrman með hring á hendi sem að ekki hafði verið þar áður sem að vissulega vekur upp spurningar því að Saúrman var orðin fullspilltur á þessum tíma og fangaði Gandalf og framhaldið þekkja allir. Auk þess þá þykir mér álfarnir vera svartsýnir og jafn vel grimmlyndir því að það eina sem að þeir virðast gera á samkomunni er að draga dár og gera lítið úr mönnum sem að stórlega dregur úr þreki þeirra jafn vel þó að þeir séu ekki eins sterkir og á annarri öld.

Að lokum vil ég aðeins koma inn á hringana því að þeir eru smíðaðir af álfum í samvinnu við Sauron þrátt fyrir það að Sauron væri einn helsti herforingi Morgoths sem að segir kannski eitthvað um siðferði álfanna en þeir forðuðu þó sínum eigin hringum en létu Sauron komast upp með að koma hringum til dverga og manna. Hringarnir höfðu lítil áhrif á dvergana en við vitum öll hvað kom fyrir mennina. Þar eð að allir hringar mannanna eru á “vísum” stað og 4 af hringum dverganna eru ónýtir og 3 hjá Sauroni sem bauð þeim þá aftur fyrir þjónustu við sig tel ég að Saúrman hafi búið til einn Hring enn undir leiðsögn og hjálp Saurons.

Nú vil ég þakka fyrir mig og munið að AC/DC er sönnunin fyrir því að Ástralía sé til.
Í þessari yfirlýsing vil ég koma því á fram færi að öllum mönnum skuli sýnd virðing, jafnrétti og fullkomið skeitingarleysi.