Ég skrifaði þessa ritgerð í 8 bekk án þess að hafa bókina hjá mér!
Ég las Hobbitann 8 ára og eftir það hef ég verð Tolkien/LOTR fíkill!!

Þessi saga byggist á þjóðsögum út um allan heim, en þó aðallega á íslensku þjóðsögunum, og gerir það söguna enn þá áhugaverðari. Álfarnir og orkarnir eru byggðir á þeim auk þess sem sumum flokkum manna í sögunni svipar til víkinga. Á meðan Tolkien var að semja bókina samdi hann einnig heilt tungumál sem á að vera tungumál álfanna og byggði það á íslenska málfræðigrunninum. En víkjum okkur nú að sögunni. Þessi saga er um Fróða og föruneyti hans, en verkefni þeirra er að eyða hringnum eina í fjallinu Dómsdyngju en á það eftir að reynast þeim erfitt og þeir eiga eftir að lenda í ýmsum hremmingum. Helstu sögupersónur eru, Fróði Baggi en hann er hobbiti og aðalsöguhetjan, hann er jafnframt hringberinn, svo er það Gandálfur, vitkinn sem á eftir að reynast Fróða mjög gagnlegur bæði sem vinur og liðsfélagi, þá Sómi Gamban sem er einnig hobbiti og er besti vinur Fróða. Kátur og Pípinn eru hobbitar og vandræðageml-ingar af verstu gerð, Aragorn (Stígur) er konungur Gondor en hann neitaði að taka við konungdæminu vegna þess hve hann skammaðist sín fyrir forfeður sína. Boromír er sonur höfðingja Gondor, Dimli er dvergur og mikill bardagamaður og Legolas en hann er álfur. Álfar eru elstu verur á Jörðinni, þeir eru ódauðlegir, göldróttir og sjá og heyra betur en nokkrar aðrar verur og er hann þess vegna mjög gagnlegur í förinni.

Þessi saga byrjar um það bil sem Bilbó Baggins er að fara að halda upp á 116 ára afmælisveisluna sína en þá kemur einn af perluvinum hans, Gandálfur í bæinn. Þetta er ein stærsta veisla sem haldin hefur verið í héraði. Gandálfur kemur með flugelda og eru veitingarnar í hæðsta gæðaflokki. Bilbó heldur ræðu í afmælisveislunni þar sem hann talar um að fara á brott, á vit ævintýra og æskuáranna. Í henni miðri hverfur hann, gufar bara bókstaflega upp, eða það sýndist viðstöddum. Gandálfur vissi alveg hvað var að gerast og ætla ég að deila því með ykkur. Bilbó hafði verið á ferðalagi er honum áskotnaðist hringur, en þetta var enginn venjulegur hringur. Þessi hringur var gæddur þeim eiginleikum að sá sem bar hann varð ósýnilegur. En þessi hringur hafði sinn eiginn vilja, þann vilja að komast aftur til húsbónda og skapara síns. Sauron myrkradróttinn var meistari þessa hrings og ef hann fengi hann aftur, kæmist hann aftur í líkama og yrði ósigrandi. Hann missti hringinn fyrir mörgum árum í stríðinu mikla. En því miður vissi Gandálfur ekki að þetta var hringurinn eini. Gandálfur fór heim til Bilbós þar sem þeir kvöddust. Þar biður Gandálfur Bilbó um hringinn, hann lætur Gandálf fá hann eftir smástund. Skömmu seinna kemur Fróði inn en þá er Bilbó farinn. Hann er frændi Bilbós en hann ól hann upp. Fróði erfir hringinn og kemur það í verkahring Gandálfs að láta Fróða fá hringinn. Fróði kemur skömmu seinna inn í húsið til að kveðja Bilbó en hann er farinn, Fróði og Gandálfur tala saman og lætur hann Fróða fá hringinn. Skömmu síðar fer Gandálfur, en kemur aftur. Hann segir Fróða að henda hringnum í eldinn. Eftir smástund tekur Gandálfur hringinn ú eldinum og lætur Fróða halda á honum. Gandálfur spyr Fróða hvort hringurinn hafi eitthvað breyst, Fróði segir honum að ekkert hafi breyst. Skömmu síðar birtast stafir á hringnum en Fróði skilur þá ekki og biður Gandálf að lesa hvað standi þarna. Hann segir að þarna standi, “Einn ræður hann þeim öllum, hinum skal safna, hina skal hann finna og um sinn fjötur spinna”. Gandálfur segir að þetta sé skrifað með einskonar álfarúnum og að þetta sé tungumál Mordor. Gandálfur segir honum hvert hann á að fara og að Hringvomarnir (nagúlarnir), þjónar Saurons séu farnir af stað. Sauron skapari hringsins drottnar yfir Mordor. Skyndilega þýtur Gandálfur út í glugga og þrífur þar ofan í runna og dregur upp Sóma Gamban besta vin Fróða. Gandálfur yfirheyrir hann og kemst að þeirri niðurstöðu að eina ráðið sé senda hann með. Gandálfur segist ætla að fara og biðja Sarúmann hinn hvíta um ráð en hann er foringi reglu Gandálfs. Fróði og Sómi leggja af stað fótgangandi. Þegar þeir koma að akri einum hitta þeir Kát og Pípín og eru þeir að ræna þar grænmeti. Skyndilega kemur bóndinn með hundinn sinn. Þeir hlaupa eftir akrinum þangað til þeir koma að brekku sem þeir detta niður. Heyra þeir þá hófatak og fela sig. Þeir fela sig í holu sem hefur myndast bak við eitt tré. Hringvominn leitar að þeim en finnur þá ekki. Þeir halda því för sinni áfram. Þegar þeir eru á gangi eftir stíg á leiðinni til ferju sér einn hringvomanna þá og þeir hlaupa af stað í átt að ferjunni. Þeir rétt sleppa í ferjuna og fara yfir. Þegar þeir koma að bænum Brý fara þeir að krá þar sem þeir eiga að hitta Gandálf. Þegar þeir koma á krána er enginn Gandálfur þar. Þeir leigja sér herbergi, þar sem þeir drekka bjór og skemmta sér og öðrum. Fróði fer að dansa uppi á borði og skyndilega dettur hann niður af borðinu og rennur þá hringurinn á fingur hans. Hann hverfur náttúrulega og verða allir svakalega hissa á þessu. Þá taka þeir eftir því að það er skuggalegur maður að horfa á þá. Fróði fer upp í herbergi, þegar hann kemur þangað er maðurinn þar. Þeir tala saman og maðurinn segir honum að hann heiti Stígur. Hann segir að Gandálfur hafi talað við sig og að þeir séu í mikilli hættu. Hinir hobbitarnir koma inn og ráðast Stíg en þeir ráða ekkert við hann, hann róar þá niður og segir þeim það sama og hann sagði Fróða. Þeir fara að sofa því að það er löng ferð framundan á morgun. Þeir þora ekki að sofa í sínum herbergjum. Þeir sofa því í herberginu hjá Aragorn en setja kodda í rúmin í sínum herbergjum. Um svipað leiti koma hringvomarnir inn í Brý. Þeir fara að kránni og upp í herbergi hobbitanna. Þeir ráðast með sverðum sínum á það sem er undir sængunum en það eru sem betur fer bara koddarnir. Á meðan á þessu öllu gekk fór Gandálfur til Sarúmans og ætlaði að biðja hann um ráð en Sarúman var orðinn geðveikur. Hann bauð Gandálfi að ganga með sér til liðs við Sauron, Gandálfur neitaði og börðust þeir og þar sem Sarúman var með öflugri galdrastaf vann hann og fangelsaði hann. Hann setti hann efst upp á turninn sinn en Gandálfur slapp, því honum var bjargað af risa fálka sem hann talaði við með hugarorkunni. Snemma næsta morgun leggja þeir félagar af stað. Þegar þeir koma að fornum varðturn frá Gondor hvíla þeir sig þar. Stígur fer og skoðar sig um en Fróði fer að sofa. Þegar Fróði vaknar er Stígur ekki enn þá kominn aftur. Sómi, Kátur og Pípinn eru þá búnir að kveikja eld. Fróði stekkur upp og slekkur eldinn. Þeir fara efst upp á turninn. Þeir snúa þar baki í bak en það koma hringvomar úr öllum áttum og umkringja þá. Fróði bregður á það ráð að smeygja á sig hringnum en það gekk ekki þar sem hringurinn hálf partinn stjórnar þeim. Þeir sjá hann betur með hringinn. Hann er stunginn með eitruðum hníf en um svipað leyti kemur Stígur og rekur þá í burtu. Eina ráðið til að bjarga Fróða er að komast með hann til álfabæjarins Rifindals. Þar ræður álfurinn Elindor ríkjum. Þeir ríða af stað en Hringvomarnir birtast mjög fljótlega. Fróði er alveg máttlaus. Þeir mæta þar dóttur Elindors og tekur hún við Fróða. Hún ríður af stað með hann, hún þarf bara að komast yfir eina á þarna skammt frá. Þeir ríða alveg upp við hana en hún sleppur yfir ána. Þeir hika því við að fara yfir ána en fara yfir hana, þegar þeir eru komnir yfir hana miðja lætur hún flóðbylgju myndast sem flæðir yfir þá. Tveimur dögum seinna vaknar Fróði og hittir hann þá Bilbó, hann gefur honum brynju Míþríl og sverð sem heitir Stingur, sem verður blátt þegar orkar eru nálægt. Síðan er haldinn fundur um hvað gera eigi við hringinn en gáfulegast þótti flestum að eyða hringnum. Fróði bauð sig fram sem hringberinn en svo buðu hinir sig fram hver á eftir öðrum. Þeir leggja af stað næsta morgun. Þegar þeir koma að einu risa stóru fjalli verða þeir að velja hvort þeir vilji fara yfir það eða undir það í gegnum námur moríu. Þeir rífast um þetta og á endanum ákveða þeir að fara yfir fjallið. Þegar þeir eru komnir langleiðina með fjallið skellur á svo mikill stormur að þeir verða að snúa við. Þegar að námuhurðinni kemur vita þeir ekki hvernig þeir eiga að fara inn. Fyrir ofan hurðina stendur „Mæl vinur og gakk inn”. Þegar þeir voru búnir að velta vöngum yfir þessu í stutta stund, spurði Fróði Gandálf hvernig maður segir vinur á álfísku. Þá opnaðiost hurðin og í sömu mund komu ægilegar griparmar upp úr vatni sem var þarna við og gripu Fróða. Réðust þá allir hinir á á skrímslið og hörfaði það. Þeir hlupu því inn í námuna, þegar þeir komu þangað voru engir dvergar þar. Þeir sáu ekkert vegna þess að það var enginn eldur í kyndlunum á veggjunum. Gandálfur kveikir ljós með galdrastafnum sínum. Þá sjá þeir helling af beinagrindum og vopn frá orkum. Þeir fara samt dýpra inn í námuna, þar koma þeir að herbergi þar sem þeir finna kistu og dagbók frænda Dimla. Þar segir frá því þegar þeir urðu fyrst varir við orkana og frá stríðinu alveg þangað til hann dó. Kátur hallar sér að einni beinagrindinni og fellur hauskúpan og hjálmurinn niður. Þá heyra þeir drumbuslátt langt niðri í djúpunum. Skömmu seinna verður sverðið hans Fróða blátt. Þeir þurfa að berjast við heilan helling af orkum og svo kemur helliströll í þokkabót. Helliströllið stingur Fróða en sem betur fer er hann í brynjunni frá Bílbó. Þeir flýja út úr herberginu. Nokkru seinna hörfa orkarnir, en þá sjá þeir ægilegri veru. Þeir flýja yfir brú, þá stoppar Gandálfur á henni miðri og berst við veruna. Eftir stuttan bardaga dettur veran niður af brúnni en dregur Gandálf með sér niður. Gandálfur nær að grípa í brúnina en segir þeim að flýja. Þeir flýja út og eftir stutta ferð koma þeir að Svartaskógi en í honum ríkir ægileg galdrakerling. Þeir eru á leið í gegnum hann þegar ráðist er á hann af álfum en Legolas talar þá til. Galdrakerlingin leggur þau álög á þá sem sjá hana að þeir verði ástfangnir af henni. Um nóttina er Fróði að labba og hittir hann galdrakerlinguna. Hann sér í örlagabrunninum hvað muni gerast ef honum misheppnast. Hún biður hann um að gefa sér hringinn, hann ætlar að gera það en hættir við. Þeir fara þaðan og labba áfram er þeir koma að á einni. Þegar þeir koma þangað fer Fróði í smá skoðunarferð og Boromír eltir hann. Boromír ræðst á hann og reynir að ræna af honum hringnum en Fróði setur hann á sig og flýr. Aragorn kemur skömmu seinna að leita að Fróða. Sarúman var þá búinn að senda út Úrúl orkana sína en þeir oru orkar sem búnir voru til með svartagaldri. Um þessar mundir koma orkarnir. Þeir drepa Boromír er hann varði Fróða þannig að Fróði gæti flúið. Aragorn, Legolas og Dimla tókst að reka þá í burtu, en þeir tóku Kát og Pípinn með því þeir vissu ekki að Fróði væri hringberinn. Fróði ákveður að halda förinni áfram einn því hann vil ekki stofna hinum í hættu en Sómi fer með honum. Þeir fara yfir ánna á eina bátnum þannig að Legolas, Dimli og Aragorn elta orkana og ætla að frelsa litlu vini sína.
Mér finnst Hringadróttinssaga vera merkustu og bestu bókmenntir sem til eru. Þessar bækur hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég var 8 ára gamall en þá las ég þessa bók í fyrsta skipti. Sagan einkennist af miklu ímyndunarafli og mjög auðvelt er að lifa sig inn í söguþráð bókarinnar. Myndin sem gerð var eftir þessari sögu er ekki síður skemmtileg. Að mínu mati er boðskapur bókarinnar m.a. sá að maður þarf ekki alltaf að vera stór til að geta gert merka hluti. Þessi saga er kannski full löng fyrir 2-3 bls. ritgerð þannig að ég lengdi hana aðeins til að koma því að sem mér fannst skipta máli í sögunni. Ég vona að þú hafir haft gaman af því að lesa þessa ritgerð