Þegar um er að ræða svona feikilega stórar myndir þá verður leikurinn að vera í lagi.
Hér ætla ég að nefna nokkra sem mér finnst hafa skarað framúr í hvorri myndinni fyrir sig. (hér gætu verið um nokkra spilla að ræða fyrir þá sem ekki hafa séð myndir eitt og tvö)


The Fellowship of the Ring
Ian McKellen er magnaður og ekki furða þótt hann hafi verið tilnefdur til Óskarsverðlauna fyrir þennan magnaða leik sinn. Hvert einasta atriði með Gandalf er ótrúlega gott og sérstaklega atriðið í Moría (YOU SHALL NOT PASS)

Sean Bean gefur McKellen ekkert eftir og er að mínu mati betri. Leikur hans er einn af þeim bestu sem ég hef séð og er atriðið þar sem Boromír fellur eina atriðið þar sem tár hafa runnið niður kinnar mínar (would have followed you to the end… my brother… my captain… my king !)


The Two Towers.
Andy Serkis er ógleymanlegur sem Gollum. Ég vissi ekki að það væri hægt að tala með svona ótrúlegri rödd. Gollum er einn af bestu og skemmtilegustu persónunum í myndinni ásamt Theoden. Atriðið þar sem hann er að rífast við sjálfan sig er eitt af skemmtilegustu atriðum sem ég hef séð lengi. (Oh yes we could! Spoilin' nice fish. Give it to us raw and wrigglin'. You keep nasty chips)

Bernard Hill er mjög góður hér í sínu hlutverki sem Theoden og skilar því með príði.
Mér finnst hann skara mest fram úr í þessari mynd og ég hefði alveg viljað fá að sjá hann tilnefndan til verðlauna. Allur leikur hans í Helmsdeep atriðinu er magnaður. (Fell deeds await…Now for Wrath…Now for Ruin…and the Red Dawn…)

Þetta eru bara mínar skoðanir. Ef að þið hafið aðrar skoðanir þá megið þið endilega pósta þeim hérna fyrir neðan.
(biðst afsökunar á stafsetnigarvillum ef einhverjar eru. Ég er nú eftir allt aðeins mannlegur)
Íslenska NFL spjallsíðan