Um Ænúa, Vala og sköpun miðgarðs Einn af mínum uppáhalds köflum af öllum bókum Tolkiens er
Ainulindalé, Ænúasöngur, tónlist Ænúanna.

Og fjallar hann um það þegar Er, sá eini (Ilúvatar eða Alfaðir)
skapar hina heilögur Ænúa og kennir þeim að syngja og þeir
syngja fyrst einir og sér og síðan kennir hann Ænúunum að
syngja saman og úr verður Arda (miðgarður)
Og gengur það nokkuð á þessa leið.

Er sá eini, skapaði hina heilögu Ænúa frá mismunandi
hlutum hugsunar sinnar. Og hann kenndi þeim að syngja, og
fyrst sungu þeir aðeins einir eða fáir saman (enda voru þeir
sprottnir upp af mismunandi hugsunum), svo kennir hann
þeim að syngja saman. En þá kemur hinn alræmdi Melkor til
sögunnar og er kynntur sem máttugasti Ænúinn, skemmir
hann allt fyrir öllum með því að vefja inn eigin hugmyndum
sem eru ekkert líkar hugmyndum Alföðurs. Þá ruglast sumir
Ænúarnir og fara að syngja á stefi Melkors.
Rís Alfaðir þá tvisvar upp og í hvert skipti til að gera nýtt og
voldugra stef en alltaf truflar Melkor Ænúana og í þrjiðja
skiptið rís Alfaðir upp og skammar Ænúana:

-„Máttugir eru Ænúarnir og máttugastur meðal þeirra er
Melkor; en vita má hann og vita mega allir Ænúar að ég er
Alfaðir og það sem þið hafið sungið mun ég birta, svo að þið
megið sjá, hvað þið hafið gjört. Og þú, Melkor, munt sjá að
ekkert stef verður leikið, sem ekki sækir æðstu uppsprettu til
mín, né getur neinn breytt tónlistinni í andstöðu við mig. Hver
sem það reynir mun aðeins verða verkfæri mitt til að skapa
eitthvað enn dásamlegra sem hann hefur sjálfur getað
ímyndað sér."
Þá skelfdust Ænúar og þeir fengu ekki lengur skilið orðin
sem Alfaðir mælti til þeirra; og Melkor fylltist smán sem
umbreyttist í leynda reiði. En Alfaðir reis upp í dýrð og hélt í
burtu frá þeim lendum sem hann hafði búið Ænúunum; og
þeir fylgdu honum- bein vitnun í Sirmerillinn Eftir J.R.R Tolkien
bls.15

Eftir það leiddi hann fyrir sjónir ME (Ördu sem er semsagt
búin til úr söng Ænúana fyrir þá heimsku :-S) og þeir stigu
niður á hana(sem Valar og höfðu undirguði nefnda Maya
(Gandalfur er frægasta dæmið um mæja)) og áttu að
undirbúa hana fyrir komu hinna Árbornu (Álfar og menn) en
lentu í svolitlum útistöðum þar við Melkor. (En ég ætla nú ekki
að fara að rekja það allt hér.)

Valarnir gátu ekki skapað neitt líf, (tilraun Ála til þess að skapa
Dverga endaði næstum með ósköpum) en þeir gátu skapað
hluti (vötn, Ár, fjöll, skógar o.s.frv.) en Melkor var afbrýðissamur
og eiddi öllum verkum þeirra( ja, ekki öllum en hann reyndi
þó)Eitt frægasta dæmi þess er þegar hann afskræmdi Álfa og
gerði þá að hinum viðurstyggilegu fráhrindandi orkum. Einnig
breytti Entum í Tröll (eða það er talið) og örnum í dreka og
Maya í Balrogga svo dæmi séu tekinn. Síðar hefndist Melkori
(eða Morgoth eins og Álfarnir nefndu hann) fyrir þetta, þegar
hann lét lífið í Sirmels stríðunum (eða mig minnir það
allavega :-S)

Jæja, ég ætla nú ekki hafa þetta lengri í bili.

Góðar stundir, HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi