Hér eru upplýsingar um Sögubreytingar Í Lord of the Rings



Þegar kvikmyndir eru gerðar eftir bókum þá er það alvitað að gjörsamlega ómögulegt er að kvikmyndin verði eins og bókin. Það eru alltaf einhverjar breytingar nauðsynlegar. Það er því fullkomlega ljóst að Hringadróttinssaga er engin undantekning. Mikið verður klippt út sem einfaldlega ekki kemst fyrir. Ef engu yrði hent út yrði þetta í heildina meira en 12 tíma kvikmyndverk.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa um allar helstu breytingar sem gerðar verða á sögunni. Sumar breytingar munu koma verulega á óvart, sumar munu vera af hinu góða en aðrar munu alls ekki falla í góðan jarðveg og tekur það satt að segja dágóðan tíma fyrir mann að sætta sig við þær. Athuga skal að sumar sögusagnir þurfa alls ekki að vera réttar og aðrar eru kannski réttar en verða kannski klipptar út fyrir frumsýningu. Ekkert verður vitað til fulls fyrr en á frumsýningardag nema einhver hálfviti ákveður kannski að stelast inn í eitthvert kvikmyndahús fyrir frumsýningu og skoða filmuna líkt og gerðist með Stjörnustríðs-myndina seinustu.

Það eru það margar sögusagnir til og sumar einstaklega ómerkilegar, að ég nenni ekki að segja frá þeim öllum, heldur einungis þeim helstu. Á þessari slóð er góður listi yfir allar sögusagnir og mögulegar breytingar myndanna (á ensku) !



Hér fyrir neðan eru miklir spillar!



Stærstu breytingarnar


Arwen

Hlutverk Arwenar er stóraukið í myndunum til þess að ástarsamband þeirra Aragorns og Arwenar verði skýrra og í Rivendell tekur maður greinilega taka eftir sambandi þeirra. Maður botnaði satt að segja ekki mikið í því í bókinni fyrr en maður las Viðauka A. Peter Jackson segir að þó að hlutverk hennar breytist þá eru viðbæturnar að mestu fengnar úr Viðauka A: Aragorn og Arwen sem er í lok bókarinnar Return of the King.

Aðalbreytingin í sambandi við hlutverk hennar er hinsvegar að hún kemur í staðinn fyrir Glorfindil sem hitti Aragorn og Hobbitana rétt fyrir utan Rivendell. Arwen tekur næst hinn þjáða Frodo upp á hest sinn og bruna til Rivendell. Þau verða hinsvegar elt af Nasgúlunum og þegar yfir fljótið er komið reynir hún að ögra Nazgúlunum og þylur svo e.k. töfraþulu sem gerir að fljótið tekur viðbragð og skolar Nazgúlunum burt. Handritshöfundur Philippa Boyens sagði í viðtali að reið Arwens og Frodo sé einungis til þess að gera senuna ögn dramatískari.

Arwen mun einnig vera í The Two Towers. Hlutverk hennar mun að mestu vera byggt á samtölum við Elrond í Rivndell þar sem hann er að reyna telja hana á að ekki giftast Aragorni heldur koma með honum vestur. Tekin voru upp atriði þar sem Arwen bæði var við Helm\'s Deep og svo barðist hún einnig samhliða Aragorni. Peter Jackson hætti þó við þessi atriði. Sennilega mun hún ferðast til Lothlóríen ásamt föður sínum, líta í spegil Galadríelar og sjá sýn sem verður þess valdandi að hún fær Galadríeli til að senda Álfaher til Helm\'s Deep.



Þess skal að lokum geta að Peter Jackson sagði í viðtali að hann hefði mikinn áhuga á að segja frá hinni sorglegu sögu um hvernig Arwen missti ódauðleika sinn þegar hún giftist Aragorn og fór sömu örlög og dauðlegur maður. Og í 16 mínútna myndskeiði úr The Two Towers sem sýnt var fréttamönnum í september þá var sýnd draumsýn þar sem Arwen varð vitni að því hvernig örlög hennar yrðu ef hún giftist Aragorni. Aragorn myndi deyja og hún myndi glata ódauðleika sínum og gæti ekki farið til Valínór. Lengi var vitað af þessari senu en það hefur alltaf verið talið að þessi sena kæmi í lok Return of the King en svo virðist ekki vera.


Ekkert er vitað um hlutverk Arwenar í Return of the King nema það að hún er að sjálfsögðu í brúðkaupi sínu.