Eins og flestir vita þá kom The Two Towers út í dag (Þetta er skrifað þann 26.Ágúst):

Ég var það heppin að næla mér í fyrsta eintakið sem selt var frá BT ;)

Loksins eftir kvöldmat þegar ég hafði tíma til að horfa á hana settist ég niður í sófann og byrjaði.
Þessi mynd er alveg hreint meistaraverk,hvernig gat Tolkien skapað þennann heim?
Entur,Orkar, úrú-hai og Gollrir, Tolkien var með ímundunaraflið í lagi!

Ég keypti hann á dvd og þar fylgja aukaefni,4 heimildarmyndir og miklu fleira aukaefni. Ég horfði á allt en fannst samt lang spennandi að horfa á um það sem 3 myndin verður um. Mér fannst samt þau útdeila miklu meira en maður vildi,þau gáfu manni víbendingar um hevrnig þetta endar.
Ég er ekkert smá mikil aðdáandi þessara mynda (Legolas auðvitað í uppáhaldi) og mér fannst það leiðinlegt því að svo margt kemur í ljós.

Uppahaldsetningin mín var án efa eftir Sam eða Sóma og hún hljóðar svona:

Put them, eat them and stick thm in a stu.

Hann var að tala um mat og ég hló pínu yfir þessu, hann sagði þetta mjög hratt.

Ég gef henni án efa ***** af *****.
Hún er einstakt ævintýri og ég mæli með að þjóta á á vídjóleigu á morgun og leiga hana eða bara fara inn í Bt eða Skífan og eiga hana!!

Mæli með henni
Vinny