Nú hef ég verið að kanna Tolkien og fortíð hans og ég hef komist að því að Tolkien sé bara venjulegur rithöfundur en stórlega ofmetinn og skil alls ekki afhverju það er gert áhugamál fyrir hann. Afhverju er ekki gert áhugamál fyrir aðra? Ég þori að veðja að enginn hafi heyrt um hann áður en að einhver útgefandi tók hann og bókina og fór offari með að auglýsa söguna. Mér finns líka að myndirnar sleppi of miklu úr sögunum og leikaravalið er hryllingur. Tökum sem dæmi trjágaurana í The two towers sem greinilega hafa ekki verið vandaðir í uppsetningu. Þeir eru gerðir allt of voldugir í myndinni. Svo að öðru dæmi sem er úr fyrstu myndinni, helliströllið! Það gerði mig bara bálvonda hvað tæknibrellurnar voru óvandaðar! Ég gæti nefnt um það bil fjögurhundruð villur en ég ætla bara að sleppa því. Ég segi ekkert annað en: Þetta er frat á heimsmælikvarða. Þessar myndir eru óásættanlega leiðinlegar. Þetta er allavega mitt álit. En ekki láta mig trufla ykkur við að velta ykkur uppúr heimskulegheitunum. Sorry Tolkien nördar en þetta er mitt álit! Sent í “vinsemd”, Bjorkbaun