Anglachel og Anguirel Anglachel og Anguirel

Þessi tvö sverð voru búin til úr málmi úr loftsteini sem Avarinn
Eöl fann. Eöl bjó einnig til sverðin sjálfur. Sverðin eiga sér
sögu, og voru mjög mikillvæg í framvindu Silmarillion á sinn
hátt.

Eöl tapaði seinna báðum sverðunum í hendur annara.
Anglachel tapaði hann þegar Thingol krafðist lausnargjalds
(hann hefði annars ekki komist úr Doriath og getað haldið
eftirför sinni áfram), en hinu stal sonur hans Mæglir (Maeglin)
fræa honum, þegar hann og móðir hans Aredhel flúðu frá Nan
Elmoth.

Sverðin áttu að geta skorið allt. Þessi sverð voru eins og ég
sagði mjög mikilvæg fyrir framvindu Silmarillion vegna
eftirtalinna ástæðna:

Anglachel var notaður af Turin Turambar þegar hann drap
drekann Glaurung, ef Turinn hefði haft venjulgt sverð hefði
hann eflaust ekki getað skorið sig í gegnum skráp drekans. Ef
Glaurung hefði ekki verið drepinn hefði Glaurung herjað á
lönd Dorthonions, og það væri ekkert allt of gott fyrir íbúa
Middle-earth að hafa enn einn stórdrekann sem óvin.
Glaurung hefði einnig getað gert mikið í heiftarstríðinu (the
War of Wraith) því að hann var einn öflugasti drekinn.

Anguirel var nauðsinlegur fyrir Beren, svo hann gæti náð
Silmerillinum úr kórónu Morgoths. Hefði hann ekki gert það,
hefði úlfurinn Cartagon (man ekki alveg nafnið hans) aldrey
gleypt Silmerillin, og þá hefði hann aldrei dáið sem hefði þýtt
annar merkilega hættulegur andstæðingur í heiftarstríðinu.
Einnig hefði þá vantað eina góða sögu í Silmerillin ;)

Anguirel brotnaði þegar Beren skar út Silmerillin, en ekki man
ég hver örlög Anglachel voru.

kv. Amon