Hápunktar kvikmyndanna!

*Ég vil bara hafa það á hreinu að ef einhver les seinni part þessarar greinar (sem er um The Two Towers) og er svo óheppinn að vera ekki búinn að sjá hana get ég ekki verið ábyrg fyrir því ef viðkomandi les eitthvað sem skemmir fyrir honum. Ég ætla að styðjast alfarið (eða eins nákvæmlega og ég get) við íslensk nöfn, því ég reikna með að þeir séu fleiri sem einungis þekkja íslensku nöfnin heldur en einungis ensku og ég mun tala út frá ‘Extended Version’. Og ef einhver lesandi er ósammála mér eða ég fer rangt með einhverjar staðreyndir vil ég biðja fólk um endilega að kommenta, en gera það á kurteisislegan hátt, ef þið vilduð vera svo væn… takk fyrir!*

Ég var í bíói núna fyrir c.a. klukkutíma á LotR-TTT í annað sinn. Þeir sem hafa séð myndina oftar en einu sinni eru líklega flestir sammála mér þegar ég segi ykkur að annað skiptið var að miklum parti skemmtilegra en það þriðja því maður pældi miklu betur í myndinni, skyldi betur handritið vegna þess að maður vissi hverju maður átti von á. Mig langar því núna til að deila því með ykkur hvaða atriði mér þykja minnisstæðust eða best á einhvern hátt, þ.e. hápunktar! (tek fram, allt sem ég segi eru einungis mínar skoðanir) Með orðin hápunktar meina ég ekki endilega stórt hetjuatriði eða þar sem brellurnar eru frábærar eða eitthvað þvíumlíkt, heldur atriði sem mér þóttu bara hreint út sagt frábær! Og ég ætla að tala um báðar myndirnar….

FotR- The Fellowship of the Ring

Fyrsta atriði sem ég virkilega heillaðist af (var náttúrulega í vímu yfir þeim öllum en…) var að ég held ekki fyrr en þegar hringvomarnir yfirgefa Mordor í fyrsta sinn. Þegar þeir sjást hlaupa út gegnum hlið á kastala Saurons, í myrkri og rigningu (minnir mig) og klæðin þeirra sveiflast í kringum þá. Áframhaldandi atriði með þeim, þegar þeir koma til Héraðs og spurja til vegar, þegar þeir höggva niður einn hobbita á veginum, og þegar hobbitarnir okkar 4 komast í návígi við einn þeirra voru öll mjög flott. Það síðastnefnda þó sérstaklega því þá sá maður betur hvernig verur vomarnir eru. Þessir 50 metrar af efni sem fór í búninga hvers og eins eru virkilega að skila sér, gera þá drungalega og einhvern veginn ómennska. Hestarnir þeirra eru virkilega óhugnanlegir, kolsvartir og virðist sem einhver svört leðja þekji þá að miklum hluta. Brynjurnar þeirra og sú staðreynd að maður sér þá aldrei gerir þá líka virkilega “spúkí”!

Jæja! Næst þegar ég horfði á myndina með þessum augum tók ég eftir atriðinu þegar Sarúman og Gandalfur berjast í Orþanka! Fyrst þegar ég sá þetta atriði fannst mér það “little over the top” ef þið skiljið mig. Sérstaklega þegar Gandalf hendist í gólfið og fer að snúast í hringi! Mér fannst það ekkert flott svona í fyrsta skiptið. En þeim mun oftar sem ég horfi á þetta (löngu búin að átta mig núna) sé ég að þetta er hinn fullkomni “vitkabardagi” því hann sýnir reiði, kraft og hversu mannlegir vitkarnir eru. Þeir eru báðir við það að missa stjórn af sér af reiði út af heimsku hins aðilans og svikum og verða ekkert smá sjúskaðir af því, jafnvel þótt þeir komi ekki við hvorn annan. Og þetta er allt fullkomnað með frábærri myndatöku, frábærri tónlist og ótrúlegum leikurum. Eitt besta atriði myndanna tveggja!!

Næst kemur partur úr stóru atriði. Það er bardaginn í Moria, það er við helliströllið. Parturinn frá því Fróði er sunginn og þar til helliströllið er dautt er YNDISLEGT. Fram til þessa hafði engin tónlist verið undir bardaganum en þarna byrjar hún og blandast rólega og náttúrulega saman við atriðið. Ég hef svo sem ekki fleiri orð um þetta atriði, ég veit ekki hvernig ég ætti að orða skoðanir mínar á því, en ég held að flestir séu sammála mér þarna!

Þriðja síðasta atriðið úr Föruneytinu. Það er í enda Moría. Þegar Gandalfur hangir á sillunni og sleppir takinu (því takið eftir því, höfum það á hreinu! Hann sleppir, en dettur ekki!!) og Boromir tekur Frodo í fangið og hleypur burt með hann. Ekkert nema flott! Örvadrífa í slow motion *wink wink* og sorgleg tónlist! Drama atriði frá helvíti, en þokkalega gott líka. Þegar þeir koma út úr fjallinu og hrynja niður í örvæntingu þar sem þeir standa, standa ráðavilltir eða reyna að hlaupa aftur inn. Þetta atriði sannar (ásamt svo mörgum öðrum) að Peter Jackson (og crew-ið hans) vissi vel hvað hann var að gera þegar hann réði í hlutverkin. Þetta er líka að ég held einn af hápunktunum í tónlistinni, en ég gæti allt eins farið að skrifa aðra grein um þá ef einhver mundi nenna að lesa.. ;) Söngurinn bak við, kvenmannsröddin sem nær hærra en guð má vita hvað, svo hreinn og tær söngur, óþvingaður í svona mikilli tónhæð, er mjög sjaldgæfur! (Diddú elskan okkar næði þessu nú án erfiðleika..)

Næst síðasta!! Ég hef nefnt þetta einhversstaðar í umræðu hérna á þessu áhugamáli, en eitt atriði er í ALGJÖRU uppáhaldi! Það er örstutt en svo flott að ég gæti horft á það aftur og aftur heilan klukkutíma og ekki fengið leið á því! Það er þegar Boromir ræðst að Frodo og ætlar að rífa af honum hringinn. Hann hrópar eitthvað á borð við: “It is your by a mere chance. It could be mine… it should be mine! Give it to me!!” (sorry fyrir lélegt minni..) og stekkur nánast á hann og dregur hann í jörðina. Tónlistin á ákveðnum stað sem ég elska, myndavélin svífur yfir þá 2 og sýnir þá slást örstutt þangað til Fróði setur á sig hringinn. Boromír bölvar Fróða í sand og ösku en áttar sig síðan á hvað hann gerði og þessi einleikur er hreint út sagt frábær, að mínu mati!!

Og síðasta atriðið… surprise, surprise: Dauði Boromírs! Eða ölluheldur meira aðdragandinn. Ég hef heyrt talað um að Aragorn sé virkilegur töffari myndanna en ég er því ekki alveg sammála! Mér finnst Boromír ekki neitt síðri! Bardaginn á móti Uruk-Hai-unum er mjög flottur, ör klipping, en þó ekki svo hröð að maður sjái ekki hvað er að gerast eins og oft vill verða, og enn og aftur MJÖG góð tónlist… Boromír algjör hetja að reyna að bæta upp fyrir það sem hann gerði, berst jafnvel með 3 örvar í sér (eða, hnígur hann kannski niður þegar hann hlýtur þá þriðju…) og horfir enn með virðingu sína á Lurz þegar hann stendur yfir honum, tilbúinn að drepa hann. Sean Bean er að gera VIRKILEGA góða hluti í þessari mynd.

Jæja, vonandi að einhver hafi haft sig í gegnum þessa … grein… ég veit ég ætlaði mér að tala um báðar myndirnar í einni, en ákvað að það mundi enda í hreinni vitleysu og enginn mundi hafa sig gegnum það allt.. ;) TTT-reviewið mitt kemur í annarri grein EF (og einungis ef) þessi hlýtur einhverjar jákvæðar viðtökur! Ég kvel ykkur ekki með öðru endemis rugli ef þið viljið ekki!

Danke buku! - Arasaka
"