Föruneitinu Ekki Það Sama Jæja, nú ætla ég að láta reyna á hvað vel ég hef “kynnst” persónum föruneitisinns í gegnum fyrstu bókina og mismuninn á

persónunum í myndinni og bókinni. Kanski tek ég líka fyrir einhvejra af persónum Illuaflanna.


Boromir

Ég fæ myndina af honum sem mjög sterkum manni en ekki mjög hávöxnum mjög aría legum í útliti (ekkert tengt kynþátta hatri) enda er hann leikinn af þjóðverja í myndini sem eru flest allir aríar. Ég hef alltaf á tilfinniguni að Boromir sé betri bardaga maður en Arogorn og meiri höfðingi. En þó er einn mjög mikill galli á honum sem er á öllum mönnum en þó er hann heldur meiri á Boromir en venjulegum manni. Hann þráir hringinn hann þráir völd sem hann heldur að hringurinn gefi honum hjarta manna er auðveldlega spillt en hug hanns og hjarta verður auðveldar spillt heldur en venjulegs manns því hann treystir ekki góðum ráðum Gandalfs og Elronds. Hann virkilega trúir því að hann geti beitt hringnum. Ég hef í raunini ekkert út á að setja hvernig hann er gerður í myndini og er mjög ánægður með hvernig Peter Jackson skapaði Boromir.

Legolas

Í bókini kemur hann mér fyrir hugsjónir sem frekar hár og grannur stærri en allir aðrir í föruneitinu en samt ekki

slánalegur, mjög léttur á fæti (að sjálf sögðu hann er álfur) Gefst aldrei upp og berst áfram svo lengi sem það er eitthvað að berjast með. Frekar þrjóskur, vitur, mjög tryggur vinur og félagi verður meðal annars mjög góður vinur Gimla þrátt fyrir að óvináttu dverga og álfa. Hann er einnig mjög stoltur af því að vera skógar álfur ef ekki bara montinn. í myndini finnst mér hann of hógvær reynir eins mikið og hann getur að reyna að sína ekki álflega hæfileika sína. Er soldið ýkt góður með bogan eins og til dæmis í Moría þegar hann skítur orka bogamennina í stiganum með þessum litla og stutt dræga bogan sínum, í bókini kemur fram að boginn drifi ekki einusinni yfir gjánna sem brúin í Kazad-Düm er yfir.

Gandalfur Hinn Grái eða Grái Pílagrímurinn

Í bókini kemur hann fram sem frekar “reiður” gamall maður mér finnst hann of góður í myndunum. Vitrari en flest allt sem

lifandi er á miðgarði mjög dularfullur,hjálpfús og ber mikla virðingu til allra annara lífvera. En samt sem áður með mannlega

galla þó frekar litla þrá fyrir völd. Gott dæmi um hvað hann er vitur er að ef hann ætlaði að segja einvherjum allt sem hann

vissi um einhvern kynsstofn eða gerð af smíði eða bara eitthverju mundi það tak frá mánuðum upp í áratugi. Þó er eitt sem hann skortir vitneskju um eru hringarnir það gerir föruneitinu grikk, Sauruman sagði honum og öllum hinum reglubræðrum sínum að vera ekki að velta sér upp úr máli máttarbaugana því kraftur þess eina væri að eylífu tíndur. En þó held ég að það hafi verið lygi svo að Gandálfur og hinir vitkarnir kæmust að of miklu um hringana sem mundi auðvelda þeim að eyða hringnum eða þess vegna beita þeim.


Gimli

Verndar stolt sitt ekki jafn mikið í bókini og hann gerir í myndunum þó vill hann alls ekki gera neitt sem sært gæti stolt

hans þegar álfar eru annars vegar hann vill gera allt sem hann getur til að halda uppi virðingu álfana á dvergakynstofninum

(þó hún var af skornum skamti) þó gerði hann ekki jafn mikið til þess þegar um var að ræða menn eða hobbita. Það er allt sem

ég hef að segja um Gimla ekki það að hann sé minni en hinir en hann er bara því miður mjög lítið hlutverk í myndunum og jú

það er eitt mér finnst hann of sniðugur í myndunum það er að segja of fyndin.

Aragorn

Finnst mér vera dularfullasta persóna bókarinnar ég hfaði það á tilfinninguni að einustaðirnir sem hann tók ofan hettuna væri

þegar föruneitið væri í Rofadal, þegar þeir voru á kráni í Brýi en aðeins inni í hefberginu sem þeir lokuðu sig inni í um

nóttina og svo þegar þeir silgdu inn í ríki Gondors og réttborði konungsdæmi hans þó get ég ekki verið viss um Moría en held

að hann hafi haft hana niðri en lét sem minst á sér bera þar því hann vildi ekki láta sjá hve hræddur hann var þar. Í myndini

finnst mér hann vera allt of mikill töffari ekki láta nóg á sjá hve mikla byrði hann bar að stýra föruneitinu eftir fráfall

Gandalfs. En reyndar er það mjög erfitt að leika eða bara sína það á nokkurn hátt. Viggó Mortensen lék hann alls ekki illa ég

er ekki viss um að neinn gæti hafa gert það betur.

Fróði

Ég hef bara eginlega ekkert um hann að segja mér finnst erfiðast að ýmunda mér hann af öllum í bókinni svo ég hef bara alls

ekkert að setja út á hann í myndunum. Þó er hann frekar neðarlega á listanum yfir bestu persónuna í myndunum og bókunum og

hef ég ekki neinna almennilega skýringu fyrir því.

Sómi, Pípin og Kátur

Eru frekar miklar aukapersónur í þessari sögu þó er mikið sagt hvað Sómi er að hugsa í bókunum það er soldið eins og að hann

sé að segja söguna, því að allt sem hefur komið fram veist Sómi hann var aðal uppljsótrari þeirra þriggja um fyrir hugaða

ferð Fróða frá Héraði. Lá einnig á hleri á leinifundinum svo var hann og Fróði bestu vinir og er líklegast að hann hafi sagt

honum frá öllu ehldur en einvherjum öðrum. Pípin og Kátur bara gera eginlega ekkert í fyrstu myndini semer frásagnar verðugt

svo ég segi ekki emira um þá. En ásamt Fróða og Boromir finnst mér þeir best sköpuðu persóurnar í myndini fyrir utan hvað hann þarna sem sagði “Great, Where are we going” man ekki hvor það var held Pípinn en mér fannst það of sniðug heimska í honum.

Já þá er þetta nú bara allt komið held ég. Ég held líka að ég bara smelli hinu sem ég hef að segja um persónur og viss atvik sem eru of mimunadi í myndinni og bókinni. Ég ætla að vona að þetta sé ekki of mikið fyrir alla, en ég veit svona nokkuð fyrir víst að margir eiga eftir að gefast upp á því alesa þetta.
There is Someone in My Head But It´s Not Me!