TRtI, FaJ, TVoS, TP Til að svara fyrstu spurningunni, hvað í andskotanum þýðir titillinn, þá eru þetta kaflaheitinn: The Road to Isengard, Flotsam and Jetsam, The Voice of Saruman og The Palantír. Afhverju þessir kaflar? af því að TTT myndin stoppaði á The Road to Isengard og TTT bókin stoppar á The Palantír. Hvað með það? jú, ég ætla að fjalla um hvernig þessir kaflar gætu litið út í Return of The King myndinni. En eins og allir vita þá breytist margt sem er í bókinni, svo að þetta eru bara ágiskanir út í loftið.

The Road to Isengard: Þessi kafli hefur aldrei verið neitt uppáhald mitt, ég held að PJ afgreiði hann bara með nokkrum flottum fly-by senum af Gandalfi, Aragorn, Legolas og Gimli ásamt Théodan, Éomer og 20 Riders þjótandi í átt að Isengard. Hinsvegar eru nokkrir hlutir sem ég væri til í að sjá:
*Þegar Orkunum er safnað saman - þó stórlega efast ég um það þar sem það væri bara aukamál sem eyðir bara tíma.
*Þegar Legolas og Gimli gera samkomulagið um að þeir heimsæki hella Helm´s Deep og Fangorn - þetta efast ég líka og er alveg viss um að þetta verður ekki.
*Þegar það kemur í ljós að Gimli vann Legolas í Orkadrápi - eins og sást í myndinni þá voru þeir að keppast við hvorn annan.
*Þegar Merry og Pippin liggja hjá rústum Isengard, og bjóða Théodan velkominn - þetta myndi ég halda að PJ afgreiði á fljótvirkari hátt.

Flotsam & Jetsam: Þetta er hinsvegar einn af uppáhaldsköflunum mínum, en samt verður þetta örugglega ekkert í myndinni, þar sem að þessi kafli fjallar aðallega um endurminningar. Þó væri gaman að sjá þá alla reykja pípur í rústunum. Þess vegna ætla ég ekkert að fjalla mikið meir um hann.

The Voice of Saruman: Þetta er án efa uppáhaldskaflinn minn í bókinni. Hérna fáum við fyrst að sjá eitthvað mikið af Saruman í bókinni, en í myndinni vorum við búin að sjá dálítið mikið af honum. Þetta verður án efa eftirminnilegt atriði. Christoper Lee þarf að sýna virkilega sannfærandi rödd, og ef einhver getur gert það þá getur hann það (hann hefur leikið í yfir 200 myndum!) Hérna er nokkuð sem ég væri til í að sjá:
*Þegar Saruman “réttlætir” árás sína á Helm´s Deep og nær að sannfæra menn Théodans.
*Þegar Saruman segir “If we speak of poisoned tongues what shall we say of yours, young serpent?” við Éomer.
*Þegar Gandalfur skipar Saruman að koma aftur eftir að hann snýr við og Gandalfur brýtur staf hans.
*Þegar Wormtongue kastar palantírinum niður og hittir ekki. Svo er ég alveg búinn að sjá fyrir mér næsta skot. Steinninn rúllar eftir jörðinni í átt að polli (eins og skeði í bókinni) en allt í einu sjáum við hobbita hönd teygja sig í áttina og bjarga steinum frá því að lenda í polli.
*Þegar Legolas og Gimli hitta Treebeard og Gimli missir öxina.

The Palantír: Í þessum kafla lítur Pippin í palantírinn, fyrir þessu atriði var ég dálítið spenntur, að sjá Pippin segja: “It is not for you, Saruman! I will send for it at once. Do you understand? Sau just that!” Önnur atriði sem ég vona að ég sjái:
*Þegar Nazgúlinn sést.
*Þegar Gandalfur og Pippin ræða saman þegar þeir eru á Shadowfaz.
Annars er ekki mikið annað í þessum kafla.
———————————————– ——————-

þetta er bara svona stutt yfirlit yfir það sem við gætum séð. Hinsvegar vitum við alveg að það verða breytingar, sem er ekki hægt að forðast. Málið er bara hve stórar. Comment væri alveg vel þegið um greinina og hvað ykkur langar að sjá í þessum köflum. Kannski tek ég fleiri kafla líka fyrir ef ég nenni.