Pælingar Ég hef verið að pæla mikið í hinum ýmsu hlutum eftir að ég sá TTT í annað skipti og byrjaði að lesa bækurnar upp á nýtt. Þetta eru bara pælingar sem eiga kannski ekkert skilt neitt hvor við aðra.

Þar sem ég fór í annað skipti á TTT gat ég þessvegna leyft mér að slaka aðeins á að reyna að ná öllu sem best og reynt frekar að sjá einhverja galla í myndinni. Þetta er nokkrir gallar sem ég sá

1. Þegar Gandalfur gengur í Meduseld í átt að Theodon, þá sjáum við eitt skot framan að Gandalfi þar sem hann felur stafinn undir skikkjunni en sést rétt í hann. Næsta skot fáum við svo að sjá stafinn uppréttann þar sem hann gengur með hann og svo í þriðja skoti þá fáum við aftur annað skot af honum þar sem hann felur stafinn.
2. Þegar Gollum kemur að Frodo og Sam og þeir ráðast á, þá sést í mannlega höld haldandi Frodo niðri sem á reyndar að vera höndin hans Gollum.
3. Einn sögugalli sem mér finnst eiginlega vera dálítið fyndið. Eftir að hafa horft á FOTR extented útgáfuna þá sagði Philippa Boyens að ástæðan fyrir því að þau sleppti Tom Bombadil og Old Forrest hafi verið vegna þess að það kom Hringastríðinu ekkert allt of mikið við. En sagði samt að þeir hefðu samt getað farið þangað, það hafi bara ekki verið í myndinni. En í TTT þegar Riders of Rohan ráðast á Orka hópinn sem tók Merry og Pippin, þá heyra þeir óhljóð úr Fangorn skógi. Og Merry segir Pippin að einhverntíman hafi fólk í Shire verið að segja að það væri eitthvað í vatninu sem léti trén lifna við í Old Forrest. Ókei, meiningin hjá mér er að ef þeir fóru virkilega í Old Forrest, þá ættu þeir ekki að vera talandi um það eins og eitthvað “rumour” heldur sem staðreynd, það að lifandi tré séu til.

Annað sem mér langar að koma að er blaðagrein sem Times gaf út nýverið, þar sem verið er að fjalla um TTT, LOTR, PJ og JRR Tolkien. Ég las greinina og hún var bara fín, en það var eitt í endann sem böggaði mig hræðilega. Höfundur var að tala um að LOTR væri svona smá barnasaga í sér, og talar um í endanum hvernig Frodo mistekst í endanum að eyða hringnum. Ekki frásögur færandi, nema þá segir hann dálítið sem hljómar eitthvað eins og þetta: “Is this a message to contemperory America? As the worlds only Superpower, US carrys the Ring for the whole planet”. Ekki alveg orðrétt og tengist kannski Tolkien ekki mikið en þarna missti ég ALLA virðingu fyrir Times. Afherju þarf allt að tengjast Könunum og þeirra stríði gegn terroristum.

Svo langar mér líka að vita meira um Regluna sem Gandalfur og Saruman voru í. Ég hef nú bara lesið LOTR og Hobbitann (reyndar líka byrjunina á Silmarillion) og veit bara um þrjá: Gandalf the Grey/White, Saruman the White og Radagast the Brown. Voru ekki fleiri?

Einnig eitt sem ég spurði í nýlegum pósti hjá mér: Af þrem aðal söguhetjukonunum hver fannst ykkur flottust? Ég held að fáir séu sammála mér en mér fannst Éowyn virka á mig best. Svo fannst mér líka bróðir hennar Éomér vera miklu töff heldur an Aragorn, Legolas og Gimli.