Afhverju er fólk að líta á The fellowship of the ring sem eina mynd og The two towers sem eina mynd og Return of the king sem eina mynd? Maður á að líta á þetta allt saman sem eina stóra mynd en ekki þrjár litlar myndir! Það pirrar mig allveg rosalega þegar að fólk segir að Fellowship of the ring sé lélegri en The two towers eða betri því að þetta er beint framhald af fyrri! Maður getur litið á þetta eins og sjónvarpseríu í þrem hlutum. Tolkien samdi þetta sem eina bók en (eins og þið vitið) þurfti að skipta þessu í þrja hluta því að útgáfufyrirtækið vildi ekki gefa út svona stóra bók. Mér finnst að fólk ætti líka að horfa framhjá breytingunum sem að gerðar voru í myndunum því að þær koma miklu betur út svona í kvikmyndinni heldur en að taka eithvað beint uppúr bókinni því að þá færi þetta allt í einn graut en eins og Peter Jackson sagði: “This is the Lord of the rings, the movie not the Lord of the rings, the book” enda er ógerlegt að taka þetta beint uppúr bókinni og mér finnst þetta vera vel gert.
Ég var búinn að lesa comment í eldri grein um það að Mínas Morgúl yrði ekki í myndinni og hverjir þeir sem að skrifuðu það hafa ekki horft á Extended Version með Peter Jackson sem commentary því að í atriðinu sem að Galadriel gefur ljós frá stjörnu Jarendils þá hlítur það að þíða að Frodo noti hana þar sem að þetta var sínt í aðalútgáfu myndarinnar og Peter J. myntist á það og staðfesti það.
——————————————