Svo er það hin senan sem mér finnst veikja myndina til muna: Osgiliath. Enn og aftur er hér um að ræða breytingar frá bókinni. Enn og aftur spyr ég sjálfan mig hvaða tilgangi þessi breyting þjónar í frásögninni. Þetta er action atriði en það er ekki eins og sé skortur á þeim þannig að þetta er ekki út af því. Hér sjást Nazgul betur á sínum drekum en það er nú varla ástæða til að gera svona róttæka breytingu. Mér finnst hin augljósa ástæða vera sú að gera meira sannfærandi hvers vegna Faramir ákveður að sleppa Frodo og leyfa honum að fara með sterkasta vopn óvinarins beint til hans. Og jújú, Osgiliath gerir það svo sem. Faramir sér vald og illsku Hringsins er Frodo er dreginn að Nazgul og þegar hann ræðst á Sam. Sam fær hann til að sjá hvað Hringurinn gerði Boromir bróðir hans og hann sér einnig að þetta er kannski eina vonin til að bjarga Gondor. Allt gott og blessað en þetta atriði er bara misheppnað og ástæðan fyrir því er að það kemur í raun ekkert nýtt fram og senan er í raun ekkert annað en eintómar endurtekningar.

Látum okkur sjá, hverju breytir hann. Faramir girnist Hringinn sem sýnir hvað Hringurinn er öflugur. Been there, done that! Þetta er þegar búið að gerast með Gandalf, Bilbo, Galadriel, Boromir, Saruman OG Gollem. Tilgangurinn í bókinni er einmitt að sýna að Faramir hefur ekki þessa hlið á sér ólíkt bróðir sínum. En PJ breytir þessu og við fáum sjöttu senuna þar sem einhver stendst ekki freistingu hringsins. Svo fer Faramir með Frodo+Sam til Osgiliath. Enn eitt action atriðið sem þjónar engum tilgangi nema bara rugla fólk enn meira í rýminu og gera það enn langsóttara hvernig F+S eiga komast til Mordor þar sem Orc stjórna austurbakkanum af Osgiliath. Við sjáum Frodo ráðast á Sam undir álögum Hringsins sem sýnir illsku Hringsins. Enn og aftur been there, done that. Ég get sem sagt engan veginn séð neitt jákvætt við þessar breytingar á endanum á bók 4 þar sem það var mjög sannfærandi hvernig Faramir var látinn ákveða að sleppa Frodo og Sam í bókinni og það hefði komið vel út á tjaldi og einnig að endirinn á bókinni var miklu betri. En í staðinn kom enn eitt bardagaatriðið sem var ófrumlegt, með engum tilgangi og óþarflega væmnum monologue í lokin.