**SPOILERS**

Persónuleika breytingar Faramir í annarri mynd LOTR þríleiksins ollu mér miklum vonbrigðum og hefði Andy Serkis ekki komið mér svona skemmtilega á óvart sem Gollum hefði TTT orðið slakari mynd en FOTR, Helm's Deep eður ei. Allt IMO vitanlega. :)

Allt þetta hefure verið barið fram og til baka hér á áhugamálinu, ástæður Peter Jackson og fleiri vangaveltur… en það er eitt sem mig langar til að minnast á. Nokkuð sem ég tók eftir við lestur bókarinnar og varð mér nokkuð umhugsunarefni þegar ég las um ævintýri þeirra Frodo og Sam þegar þeir hitta Faramir. Í bókinni er hann sýndur sem vitrari og á allan hátt betir útgáfa af hinum spillta bróður sínum. Hann vill ekki taka hringinn og leyfir þeim að halda áfram ferð sinni þrátt fyrir óskir föður síns, Denethor. Þá vaknar sú spurning, hvað var Tolkien að reyna að segja með persónu Faramirs?

Það sem Tolkien sýndi með Boromir (og reyndar líka með Isildur) var hversu auðveldlega mennirnir spillast fyrir tilstilli hringsins. Þeir menn sem komu frá Gondor voru veikburða og hægt og hægt að tapa fyrir Sauron. Þetta kemur allt fram í FOTR og betur í TTT, bókunum það er að segja.

Svo birtist Faramir, hann hefur valkosti, að leyfa þeim að fara eða taka hringinn. og öllum að óvörum (kannski bara mér :p ) velur hann göfugu leiðina. Hann sannar sig sem betri mann heldur en bróðir sinn og og hin sturlaða faðir sinn. Hvers venga skrifar Tokien Faramir inn í söguna? Frodo og Sam hefðu auðveldlega haldið ferð sinni áfram og stytt bókina þar með um nokkrar blaðsíður.

Mín skoðun er sú að Tolkien sé að segja okkur að það sé enn eitthvað gott í mönnum/Gondor og að það sé ennþá von. Þessi skilaboð finnst mér vera mikilvæg fyrir söguna og varð hálf-fúll þegar Peter Jackson breytti þessu meginatriði sí svona.

Kveðjur, feiti drengurinn