LoTR:TTT LoTR:TTT

Jæja, loksins fór ég aftur á myndina, og nú í Lúxussal
Smárabíós. Nú veitti ég myndinni ekki alveg jafn mikilli athygli,
en tók þó eftir PJ í báðum skiptum, bæði sem Austling frá
Rhûn, og sem steinkastara í Helm´s Deep.

Ég tók ekki alveg jafn mikið eftir sögubreytingunum, nema
ferðinni og verunni í Gondor. Það finnst mér algjör hörmung,
því að mér finnst það ekki passa að þeir fari til Gondors.

Eins og áður var atriðið þegar Gollum er að tala við sjálfann
sig, og segir stinker að fara. Það er ómetanleg snilld.

Ég varð mjög pirraður á einum stað, þegar myndin var búin,
því að þá fóru allir að tala um hvað myndin hefði verið góð, á
meðan ég var að reyna að heyra lag Emiliönu í annað sinn.
Þetta er óskapleg óvirðing að fara meðan titlarnir eru sýndir
að mínu mati.

Þar sem ég sat nú ekki alveg jafn framarlega eins og á Nexus
(ég var nánast fremst, þó ekki í a/b röð) gat ég séð hana betur,
ekki horfandi upp heldur áfram. Það kom alveg rosalega vel
út, og var bara hin mesta skemmtun. Þó varð ég líka örlítið
pirraður þegar einhver fyrir aftan mig spurði næstu persónu
„er hann (Aragorn) dauður?”.

Orrustan í Helms Deep kom sem fyrr mjög vel út, og núna sá
ég betur bardagaatriðin, svo myndin var, ef það er hægt, enn
betri.

Myndin var með texta, sem mér þótti þægilegt að skoða þegar
um álfatungur var um að ræða, því að mér fannst ekki nægileg
tengsl myndast um tungurnar til áhorfandans, því að maður
þurfti alltaf að skoða blaðið þegar æalfamál birtist, og líta af
myndinni.

kv. Amon