Grein moggans - 3 grein moggans - 3

Halló. Enn og aftur kemur Morgunblaðið með grein um
Tolkien og myndirnar. Í dag kom Lord of the Rings blaðið með
mogganum, gefið út af undirtón@r.

—–

Greinin byrjar vel. Það er smá inngangur eftir Myndform, og
þar er sagt Sómi, en ekki þetta hábölvaða orð Sámur, en það
er ég farinn að hata út af lífinu.

—–

ég kemst að einum galla, á annars góðu blaði á
“persónusíðunni”. Þar er sagt að Frodo sé öðruvísi því hann
sækist eftir spennu og óvissu. Þetta finnst mér ekki nógu gott.

„Fróði er öðruvísi en aðrir hobbitar að því leiti að hann sækist
eftir ævintýrum og óvissu.”

—–

„Sindarín-skógarálfur…”

Smá galli, ætti að vera Sindarin, en samt, maður lítur framhjá
sumu, því að höfundar þessa hlutar eru betur lesnir en
höfundar síðustu greina.

—–

„Gimli leiðir brynklæddann her dverganna í gegnum hlið
Gondor og er gerður herra Glithellanna.”

Hmmmm… ekki man ég að Gimli hafi leytt einhvern her til
Gondors, þó að hann hafi komið með meistarasmiði Erebors
til Glithella og Gondors. Dálítill munur á brynklæddum her og
meistarasmiðum.

—–

Hér er einn hluti sem þeir fá stórann plús fyrir, þeir segja
loksins Sarúman, en ekki Sauron.

—–

„Grímur”

Ææææ, ekki vera að skemma þetta snilldarnafn: Gríma
Ormstunga með því að segja: Grímur Ormstunga.

—–

„…Silmaríllinn…”

argh, fara rétt með nöfn bókanna.

—–

Fyndinn hlutur, Christopher Tolkien varð svona tengdur
bókunum vegna þess að hann var grenjuskjóða. Hann
semsagt var alltaf inni á vinnustofunni með “pabba” því að
Edith varla þoldi hann sem grenjuskjóðu.

—–

„Þið hafið Björk sem er snillingur og svo eruð þið náttúrulega
með Sigur Rós og ég elska Sigur Rós” - Eljah Wood

Já, svona erum við íslendingarnir :þ

—–

„….kúl…” - Eljah Wood

einnig hluti af viðtalinu sem hitt er hluti af, þetta orð sést
örugglega oftast í viðtalinu, við erum bara svona, við
íslendingarnir ;)

—–

„Björk eða Madonna?”

„Björk náttúrulega…”

vá, han dýrkar landið :)

—–

„….sem býr í Skírinu…”

þetta á að vera þýðing á “The Shire”… lol

—–

„Silmarílinn”

Aftur, og aftur… ARGH

—–

jæja, þetta er nú örugglega mestallt, en ég get ekki gert meira
vegna mikils hálsrígs sem ég fékk af því að lesa þetta allt í
vondri stöðu.

Ef maður lítur á þetta í heild var þetta þó miklu betra en hinar
tvær greinarnar.

kv. Amon