Tolkien Tolkien

Hann Tolkien hét John Ronald Reuel Tolkien fullu nafni, og
fæddist hann þriðja janúar árið 1892. Hann fæddist í
Bloemforten, en það er í Suður Afríku. Hann fluttist þó
snemma til Englands, en þá var hann fjögura ára. Þangað fór
hann með bróður sínum Hillary og móður sinni Mabel
Suffield.

Þegar föðurinn dó fluttist fjölskildan til Sarehole, sem er
sveitaþorp í jaðri Birmingham. Þaðan vilja margir meina að
hann hafi fengið innblásturinn um Shire.

Tolkien hafði ætíð mikinn áhuga á málfræði, og kunni hann
engilsaxnesku, keltneksu, latínu og íslensku. Hann kunni
málin alveg með einsdæmum vel, og gjörþekkti rætur
málanna. Hann gengdi stöðu prófessors við Oxfords vegna
þessara gæifurlega hæfileika.

Hann hafði einnig mikinn áhuga á fornritum, en þó ber
sérstaklega að nefna hinar finnsku Kalevala, og hinar
íslensku fornbókmenntir s.s. Snorra Eddu og
Íslendingasögur. Áhugi hans á tungumálum varð svo mikill að
hann ákvað að gera sín eigin og eru þau eftirfarandi:

Quenya
Sindarin
Old-Sindarin
Teleri n
Doriathin
Nandorin
Primitive Elvish
Avarin
Illkorin
Adûanic
Mannamál (mörg til)
Khûzdul
The Black Speech
Entamál
Valarin
Westron

Viljir þú fræðast meira farðu þá á kasmirsíðu hvurslags (
http://kasmir.hugi.is/hvurslags ). Hann skapaði svo eigin heim
í kringum þessi mál. Þar hafði hann Eru, Vala, maia, álfa,
dverga & menn (jafnvel Tom) sem töluðu tungumálin, og svo
bjó hann til þessa mikilfenglegu sögu í kringum þessa
kynþætti. Saga þeirra er sögð m.a. í Silmerillinum.

Börnin hans byrjuðu svo að biðja hann að semja handa sér
sögu reglulega byrjaði hann frá þessum flotta grunni sem
hann var búinn að þróa. Hann bjó þá til Hobbitann, sem
seinna varð mjög vinsæll sem barnabók, og seinna
fullorðinsbók og hluti fantasíusagna hans.

Hann reyndi svo að fá þetta gefið út, en útgefendur voru ekki
hrifnir. Þó lét Stanley Unwin nokkur til segjast, og lét 10 ára
son sinn lesa, og gefa honum dóma sína. Þessi strákur varð
alveg himinlifandi útaf bókinni, og það varð til þess að
Hobbitinn kom út 21 sept. árið 1937. Að sjálfsögðu vildu
lesendur fá meira, og þá hóf Tolkien vinnu sína á
hringadróttinssögu, en það tók hann 12 ár að ljúka við hana.

Þegar hún svo kom út urðu menn ekki hrifnir. Sagan var jú
góð, en hún var miklu stórfenglegri, og flokkaðist mun meira
til fullorðins-fantasíubókmennta. Þó rann þetta allt sinn góða
veg, og nú eru mörg börn sem lesa þetta, þó sérstaklega
vegna myndanna, sem eru alveg meistarastykki.

Hringadróttinssaga var m.a. kosin bók síðustu aldar, og segir
það sumt um snilligáfu Tolkiens. Þegar Tolkien lést skildi
hann eftir sig heilan helling sagna, margar þó ókláraðar, og
aðrar í mörgum útgáfum.

Sonur hans Christopher Tolkien tók þetta svo saman og gaf út
Silmerillin og margar aðrar bækur m.a. HoME bækurnar og
The Letters of J.R.R. Tolkien.

kv. Amon