Tolkien einhverfur?

Blessaðir hugarar. Áður en allir fara að rífa kjaft vi lég benda á
það að þetta er bara tilgáta, ekki endilega staðreynd.

Ég byggi þetta eingöngu á grein lifandi vísinda um Einhverfni.
Hún er í nýasta tölublaðinu (nr. 1, 2003). Þar er sagt frá
þessum ýmsu tegundum og vekur ein tegundin grunsemdir
innra með mér, en það er Savant-heilkenni.

Þessi tegund lýsir sér sem snilligáfa á einhverju sviði. T.d. má
nefna kanann Kim Peek, en hann kann allar bókmenntir sínar
utanað (sem eru 6.700) auk þess sem hann man póstnúmer
allra borga usa auk þess að kunna svæðisnúmer þeirra allra.

Þetta einkenni gerir oftast vart við sig eftir 6 ára aldur, en getur
þó alveg eins átt sér stað 64 ára. Ég hugsaði með mér svo,
gæti Tolkien haft þetta einkenni, en sérhæfileikinn væri á sviði
tungumála? ég tel það mjög líklegt.

Sum ykkar kunna að útiloka þetta með því að segja t.d.
„Tolkien var félagslyndur” eða eithvað í þá áttina. Þá vil ég
benda á það að þetta sjaldgæfa heilkenni er ekki kennt við
einhverfni heldur snilligáfu, og eru dæmi um það að félagslynt
fólk þjáist af þessu.

Það að ég (kannski þið) hefur ekki tekið eftir þessu fyrr, er það
að heilkennið er afar sjaldgæft. Það er að meðaltali 25 manns
í heiminum sem er alveg með þetta einkenni.

Þetta myndi já, útskýra það hvernig hann Tolkien kallin gæti
öðlast svo mikla þekkingu á tungumálum, enda ekki algengt
að gjörþekkja íslensku, ensku, engilsaxnesku, latínu, wailsku
& finnsku.

kv. Amon