TTT, myndin TTT

Ég fór á Nexus-forsýninguna í gær, eða þann 12. Hér ætla ég að skrifa eitthvað um myndina, það sem mér finnst mæti fara betur, og það sem er vert að hrósa sérstaklega, því að það er of margt sem ég vil hrósa :)

***SPOILERS***

Myndin byrjar á replay frá senunni með Gandalfi og Balrogiinum. Þar byrjar það á þessum orðum “YOU!!! SHALL!!! NOT!!! PASS!!!” og síðan er það sýnt þangað til hann dettur niður. Þar er sýnt frá bardaga Gandalfs og Balroggsins um leið og þeir detta niður.

Og er það atriði alveg massaflott. Ekki er sýnt meira en þegar þeir eru að lenda. Þetta atriði þætti mér örugglega flottara væri það í slowmotion. Balroggurinn er svosem bara fínn, en það er of mikill eldur sem kemur allt of hratt, hver á eftir öðrum, og er það ástæða þess að það væri held ég flottara að hafa þetta í slowmotion.

Gollum er það sem ég myndi segja hrein snilld! Uppáhalds atriði mitt með honum er þegar hann er rétt hjá sofandi hobbitunum. Þá kemur eikkað líkt þessu:

Stinker (vondi Gollum): “lets kill him, he stole the precius” þarna er hann creepy
Slinker: No!!!! he´s our friend!" og þarna er hann jafn góðlegur og skepna eins og hann gæti orðið. Þetta er miklu betra í eigin sýn svo það er um að gera að fara á myndina við fyrsta tækifæri (eftir að hún verður frumsýnd).

Rohan er einnig mjög flott, nánast alvegf eins og ég ímyndaði mér það. Það minnir mig mjög mikið á landnámsöld, ekki síður vegna þess að Edoras er þakin drekastyttum úr gulli, en það voru svona norrænir langormar.

Ég tók reyndar líka eftir því að Frodo & Sam voru alltaf hreinir, og aldrei voru föt þeirra óhrein, jafnvel eftir alla göngu Emin - Muil. Þetta finnst mér slakt að hugsa ekki um.

Helms deep er að mestu mjög vel gert. Þeir klúðruðu þó sumu, eins og til dæmis það hvað það eru margar hraðar nærmyndir í bardaga, og um leið stutt skot. Skjárin einfaldlega bara flögsaði milli blás og svarts, og einstaka sinnum fattaði maður hvað var að gerast þegar Orcar dóu, og það sást í andlit Legolasar / Aragorns.

Síðan er það Gandalf, hann var alveg rosaflottur og vel leikinn, en eftir u.þ.b. 1 & hálfan tíma er ekki skemmtilegt að fá ofbirtu í hvert skipti sem maður sér hann :/

Jæja, þá ætla ég að segja það gott.

kv. Amon