The istari The istari

The istari, sem eru betur þekktir undir nafninu galdramenn, en þeir komu til
middle-earth til að berjast við ógnina sem stafaði af Sauron. Þeir áttu það sameiginlegt
að hafa allir verið maiar. Þeir voru 5 talsins og eru hér:

Gandalfur:

Hann var sá sem aldrei tók sér fasta setu, og einn sem ekki brást hlutverki sínu. Hann
var á stöðugri ferð í vestur Middle-earth, og átti mikinn þátt í því að ráða niðurlögum
Saurons. Hann bar fyrst titilinn “the grey”, en eftir svik Sarumans, og dauða sinn
með Balrogginum, var hann sendur aftur af Manwë þar sem hann snéri til baka sem
“the white”. Hann hét Gandalf á mannamáli, Míthrandír á álfamáli og bar hann mörg
önnur nöfn. Þar sem skrifaða hafa verið ótal margar greinar um hann þá ætla ég ekki
að fara meira út í hann en þó hvet ég alla að fara t.d. í user-infoinn hjá “sveinbjo” fara
í “sjá greinar eftir notanda” og þaðan næstu 15 greinar þangað til maður finnur
einhverja.

Radagast:

Radagst kom til Middle-earth sirka árið 1000 á þriðju öld, og hann dvalti þar til að
minnsta kosti 3018 á þeirri sömu öld, ef ekki var hann lengur. Nafnið þýddi
“brúnandi” og er komið að fornenska orðinu <i>rudugást</i>. <i>Rudu</i> þýðir
rauður, en getur einnig þýtt <i>rauðbrúnn</i>, en það er betur þekt sem <i>ruddy</i>.
Orðið í heimi Tolkiens er frá Adûanic, því ekki gat Radagast sagt alltaf þegar einhver
spurði hann hvað þetta þýddi:

„sko… þetta þýðir rauður andi og er komið úr gamalli ensku…” ;) (en reyndar átti
þetta að þýða “tender of beasts”).

Radagast dvaldi í Rhosgobel í Myrkwood, og var honum eins og Gandalf og Saruman
gefin uppnefni og hér eru þau:

Fuglatemjarinn (the Bird Tamer)
Hinn brúni (the Brown)
Fíflið (the Fool)
Hinn einfaldi (the Simple)

Hann bar reyndar líka annað nafn, ekki uppnefni en það var Aiwendil. Hann lærði hjá
Yavönnu og útskýrir það náttúru og dýraáhuga.

Saruman:

Nafn hans þýðir “man of skill” og bar hann önnur nöfn, Curunir - álfaheitið,
Curumo - eitthvað líkt álfa, kannski bara á Quenya or so…. (hitt er að því er ég held á
Sindarin) & Sharkey, sem er komið af “the black speech”- orðinu Sharkûn, sem
þýðir vitringur og hefur væntanlega átt að táknað virðingu. Saruman bjó í Isengard og
hélt landinu Rohan lengi í heljargreypum með útsendara sínu Gríma Wourmtounge.
Hann Saurman kallinn steig fyrstur á land af Istari-unum, og spilltist hann í gegnum
Isengard - pálantírann. Hann blandaði mönnum og orkum saman og bjó til svokallaða
“half-orks” sem þoldu sólarljós (þeir fyrstu til að gera það voru Urukar Mordors,
fyrst séðir árið 2*** á þriðju öld þegar þeir tólu Osgiliath) og wargreiðmönnum, sem
voru orkar sem sátu á risavöxnum skepnum líkum úlfum, en stærri, og báru þær
nanfið “Wargs” (hefur verið þýtt sem “Vargar”). Hann dó seinna í Héraði þegar
Gríma - “dyggur þjónn hans” skar hann á háls.

Saruman var fyrst kallaður “the white” og “the wise” en eftir svik sín, var hann
kallaður “of many colors”, “ringmaker” og “the ruler”.

Allatar & Pallado:

Ekkert vitað um þá nema þeir hétu Allatar og Pallado, voru í bláum kuflum og annar
þeirra fór til austurs, en hinn til sólbakaðra suðurlanda.

Orðið “Istari” er komið úr Sindarin og þýðir einfaldlega galdramaður. The Istaris
tóku á sér mynd gamalla manna, svo þeir sem voru umhverfis þá þurftu ekki að óttast
að útlitinu að dæma. The Istari notuðu stafi mikið til að galdra, en ég sé engann
tilgang með því, því þeir gátu allt eins galdrað með fingrunum einum (og kannski
skýrri hugsun). Þeir gætu þó hafa notað stafina til að rasskella orka en það er annað
mál ;)

Ég er núna að fara að sökkva mér oní “skuggasjónaukann” svo að já… ég get ekki
skrifað meira.

ég vona að einhver hafi lært eithvað á þessu…

kv. Amon