Gondolínsborg Gondolin:

Gondolin var mikil og stórfengleg borg, umkringd “the encirciling mountains” og
varin af Thorondor höfðingja arnanna á þriðju öld, og pabba Gwahirs. Enginn vissi í
raun um borgina því að hún var sem fyrr segir, umkringd fjöllum og eina leiðin
þangað var að fara gegnum leynileið en á þeirri leið voru mörgt hlið sem má lesa
meira um um grein wasted (ef ég man rétt), og njósnarar Melkors komust aldrei
þangað, því að ernirnir höfðu aðsetur í fjöllunum og drápu allt illþýði sem vogaði sér
nálægt fjöllunum.

Borgini var ennfremur haldið leyndri vegna laga Túrgons (lögin voru þau að
ENGINN sem einu sinni væri kominn til borgarinnar mætti fara út en gerðar voru 3
undantekningar), álfakonungsins mikla sem leiddi fólk sitt til dalminnisins, á milli
fjallana, þar sem borgin stóð, glæst og margir héldu því fram að borgin væri fallegri en
borginni Tíríon í Amanslandi - hinu blessaða ríki.

Árið 50 á fyrstu öld, fór Túrgon frá vinum, fjölskyldu og þegnum frá höllinni Nevrast
en með frænda sínum Finráði. Ylmir vatnadrótinn leiddi hann þá til Tumdalar? -
Tumladen og þar var borgin Gondín stofnuð. Byggingu borgarinnar lauk sirka árið
126 á fyrstu öld, og þá hóf hann leynilega flutninga þegna, vina og fjölskyldu í hina
nýstofnuðu borg.

Borgin dafnaði og hélst leyn í nánast 400 ár, þangað til herir hans brutust fram í
“Nirnaeth Arnoediad” árið 471 á fyrstu öld, og jafnvel eftir þá orrustu, var honum
kleyft að snúa aftur til Gondoínborgar í leyni.

Melkor uppgvötaði fyrst Gondolín með tilstilli svika Mæglis, og borginni var eytt árið
510 á fyrstu öld. Túrgon dó í falli Gondolínsborgar, en sumir (ásamt Túori og Íðril
Silfurfætlu, með barni þeirra Eärendil) sluppu eyðinguna og dvöldu hjá ósum Síríons.

Dalur Timladen, með “the Encircling Mountains” hafði upprunalega verið stöðuvatn,
og í miðju vatninu hafði verið eyja sem hét Amon (ekki er þó nafn mitt fengið héðan)
Gwareth. Það var þarna sem Túrgon ákvað að finna borg sinni stað, til minningar um
hina miklu borg Tíríon sem var handan hafsins.

Fyrsta bygging Gondolíns tók 52 ár í byggingu. Eftir þann tíma streymdu Noldar og
Sindrar frá Nevrast, þar sem þau höfðu verið og síðan leynilega komið til Tumladen.
Túrgon gaf borginni upprunalega nafnið Ondolindë (Quenya: sem þýðir “Steinn
músikar vatnis” eða “the Rock og the Music of Water” útaf gosbrunnum Amon
Gwareth) en í Sindarin breyttinst nafnið í Gondolín ( “faldi steinninn” eða “the
Hidden Rock”),


Eftir komuna til hinnar nýu borgar, hélt byggingariðnaður Gondólíns áfram, þangað
til að borgin var sögð slá út Tíríonsborg sjálfa! Veggir borgarinnar stóðu hvítir og háir,
en mest byggingana var hinn mikli konungsturn (the Great Tower of the King), sem
meðal gosbrunnana, bjó Túrgon til Glingal og Belthil, tré gerð af Gulli og Silfri í
minningu hinna miklu ljósatrjáa Valinors.

Eftir þetta komu 2 aldir í haminjunar friði, Melkor var króaður af lang í norðri, og fólk
Gondólínsborgar lifði ótruflað af áhyggjum umheimsins, þar sem það kærði sig ekki
um áhyggjur annara, sem ekki lifði í borginni. En þá heimtaði Aredhel systir Túrgons
að yfirgefa borgina, þvert gegn óskum Túrgons, og það var ein undantekningana.

Stuttu eftir brottfor hennar, komu verðir hennar til baka, með þær fregnir að þeir
hefðu týnt henni í myrkrum svæðum suðaustur af borginni sem báru nafnið Nan
Dungortheb.

Eftir meira en 20 ár liðu (Í Silmerillinum er ekkert gefið upp um verutíma hennar, en í
“The Later Annals of Beleriand” (HoME) eru nefnd 21 ár sem að er þó dálítið
varasamur hluti, því að Aredhel var kölluð Isfin og hún kom ekki með Mægil til
Gondolínsborgar) en þá skyndilega kom Aredhel til baka. Með henni var Mægill,
sonur hennar með Sindranum Eöl (sem m.a. bjó til hnífinn sem Beren skar Silmeril úr
kórónu Melkors með) frá Nan Elmoth. Mægill samþykkti Túrgon sem sinn
höfðingja, en Eöl hafði fylgt konu sinni og syni til Gondolíns, og ekki jánkaði hann
Túrgoni sem sínum höfðingja, og í staðinn kaus hann dauða… með syni sínum. Hann
sendi eitrað skeyti í átt að Mægli en Aredhel kastaði sér fyrir skeytið af ást til sonar
sinnar, og hún lést síðar, því að eytrið hafði verið leynt, og ekkert gert við því. Líkami
Eöl var hent niður Caragdûr fyrir þetta.

Mægill sem átti engan þátt í þessu, og því samþykkti Túrgon að miskuna sig yfir
hann, og Mægill varð valdamikill í Gondolín, vitur í ráðum, góður í smíðum og sterkur
í orrustu.

Í meira en 100 ár eftior dauða Eöl, ríkti friður í Gondolín. En tímin var að þrotum
kominn, stutt var í það þangað til Melkor myndi taka niður umsátrið um Angbönd, og
hinn óstoppanlegi dómur myndi “ráðast” á Álfana, en herir Gondolíns átti strax þátt í
því.

Seinna meir, þegar bræðurnir Húrinn og Húor, voru aðskildir við heri sína og týndust
í Crissaegrim, komu ernirnir þeim til hjálpar og færðu þá til Gondoínsborgar. Eftir
vilja Ylmis, hleypti Túrgon þeim inn í borgina miklu, og þeir bræður voru í borginni í
næstum ár. Þeir f´ru reyndar seinna (og eru það undartekningarnar 2 í viðbót). Það
voru fyrstu rætur eyðingar Gondolíns, meira en 50 árum seinna.

Túrgon fór nú að senda sendibiða sína til Valalands, til að byðja þá um miskun og
hjálp. Enginn af sendiborðum hans náði takmarki sínu en með slægum ráðum (þótt
Túrgon vissi það ekki einu sinni sjálfur), komst Eärendil loks að ströndum
handanslands, og með hjálp Silmarils, náði hann takmarki sínu.

Tíminn leið síðan Dagor Bragollach, álfar Beleriand´s byrjuðu að safna saman herjum,
og Túrgon undirbjó sinn eigin undirbúning. 15 árum eftir lokum umsátursins um
Angbönd, og 350 árum eftir klárun Gondolínsborgar, reið Túrgon í fyrsta skipti til
stríðs. Óvitað, og án beiðni vina sinna, komu þeir til stríðs, meira en 10.000 stríðsmenn
til að hjálpa vinum. Þetta var stríðið mikla (the great battle), sem seinna varð þekt sem
Nirnaeth Arnoediad.

Gondolínsborg eyddist seinna í risaárás Balrogga, orka & dreka, en þó komust
nokkrir undan, sem ekki hefðu komist undan hefði Glorfindel ekki drepið Gothmog -
höfðingja Balrogganna.

kv. Amon