Silmerillinn Kjörbókarritgerð fyrir Íslensku:

Höfundur bókarinnar er John Ronald Reuel Tolkein. Hann er betur þekktur sem J.R.R. Tolkien. Tolkien fæddist 3. janúar 1892 í Óraníufríríkinu í Suður-Afríku. Þegar hann var fimm ára missti hann föður sinn, Artur Reuel, og flutti sama ár til Englands. Er Tolkien náði tólf ára aldri lést móðir hans og var alinn upp af kirkjunni.

Tolkien var afburða námsmaður og hafði mikinn áhuga á tungumálum. Hann lauk prófi í Oxford-háskóla árið 1915 og barðist síðan í fyrri heimsstyrjöldinni. Tolkien kenndi við Leeds-háskóla 1920-1925 en kenndi síðan sem prófessor við Oxford-háskóla í 34 ár, 1925-1959. Tolkien hafði mikinn áhuga á Íslendingasögum og fékk margar hugmyndir fyrir skrif sín úr Snorra-Eddu. Helstu verk Tolkien eru barnabókin „The Hobbit“ (Hobbitinn) og „The Lord of the Rings“ (Hringadróttinssaga). Þessar tvær bækur voru þær einu sem tengdust Miðgarði, staðnum þar sem sögurnar gerast í, sem komu út á meðan hann var á lífi. Hann skildi eftir sig um 60.000 blaðsíður af efni um heiminn sinn sem sonur hans, Cristopher Tolkien hefur verið duglegur við að gefa út. Árið 1977, eftir lát Tolkien, gaf Cristopher út „The Silmarillion“ (Silmerillinn) og er hún saga heimsins, sem Tolkien skapaði, frá upphafi til tíma Hringadróttinssögu.

Áhugi Tolkiens varð til þess að hann bjó til alls 16 tungumál og má helst nefna Quenya, mál álfanna og einnig það fullkomnasta. Honum fannst hálf leiðinlegt að hafa skapað mál sem enginn talaði og ákvað að búa til fólk og heim þar sem þetta mál gæti verið notað daglega. Sköpun Tolkien hófst í fyrri heimsstyrjöldinni þegar hann punktaði niður hjá sér hina ýmsa hluti og samdi sögur. Enduðu þessi skrif í bókinni Silmerillinn.

Heimurinn skiptist í tvo parta, Miðgarð og Amansland. Í Miðgarði gerast Hobbitinn og Hringadróttinssaga. Þegar Hringadróttinssaga er lesin rekst lensandinn á ýmislegt sem bendir til þess að sagan sé aðeins lítill partur af stærri sögu. Í Hringadróttinssögu er nefnilega talað um að tími álfanna sé á enda og vísa persónur sögunnar í eitthvað sem á að hafa gerst fyrir löngu síðan og gefur það Hringadróttinssögu ótrúlega mikla dýpt, sem sést ekki oft í skáldsögum. Silmerillinn gefur bakgrunninn sem þarf til að skilja verk Tolkiens til fulls og mun ég nú rekja í stuttu máli hvað Silmerillinn snýst um. Mjög erfitt er að segja frá söguþræðinum því Silmerillinn er safn ýmissa sagna og þar af leiðandi er söguþráðurinn mjög slitróttur.

Í byrjun tímans var aðeins Ilúvatar, hinn eini eða guð guðanna. Hann skapaði Ænúa og þeir dvöldust með honum áður en heimurinn, Arda, var skapaður. Það voru Ænúarnir, eða Valarnir eins og álfarnir kalla þá, sem sköpuðu Arda með miklu tónaflóði. Þegar sköpun heimsins hófst voru sendir Valar til að sjá um heiminn og rækta hann. Valadróttnarnir sem fóru voru Manve, Ylmir, Áli, Ormar, Mandos, Lóríen og Túlkas og dróttningarnar hétu Varda, Javanna, Níenna, Este, Væfra, Vana og Nessa. Morgoth, eða Melkor, telst ekki lengur sem einn af Völunum fyrir illverk sín og má ekki nefna hann nafni á jörðu. Melkor var í upphafi voldugastur Valanna en lenti í erjum við hina Valana og út frá þessum Vala kom allt hið illa í heiminn. Álfar kalla hann Morgoth en það þýðir „sá sem upp rís í mikilli makt“. Melkor fékk vald og þekkingu allra Vala en hann beitti því til illra verka og sóaði afli sínu í ofbeldi og harðstjórn. Valarnir höfðu Maja með sér en þeir voru eins konar hægri hendur guðanna og má þar helst nefna hinn fræga Gandalf, sem er þekktur alls staðar á Miðgarði og án efa vitrasti Majinn sem kom þangað.

Eftir að sköpun Valanna var fullkomnuð komu fyrstu íbúar Miðgarðs í heiminn. Álfarnir skiptust í tvær aðalfylkingar, þ.e.a.s. Eldar, þeir sem lögðu af stað til Amanlands (til guðanna), og Avarar (hinir ófúsu), síðar kallaðir Myrkálfar því þeir fóru aldrei frá Miðgarði og sáu ekki Ljósatrén tvö. Síðan er farið í gegnum öll erfiðin sem álfarnir þurftu að þola, fyrstu stríðin milli álfanna og sköpun Silmerillanna sem eru valdar helstu stríða álfanna. Á eftir álfunum komu mennirnir, dvergarnir og önnur dýr.

Álfarnir voru óumdeilanlega, voldugustu og göfugustu íbúar Miðgarðs og börðust þeir lengst gegn Melkor en fengu einnig hjálp frá mönnum og dvergum. Óvinirnir sem þeir þurftu að berjast gegn voru engin lömb að leika sér við, því að Melkor hafði rænt álfum og gert ýmsar tilraunir á þeim og skapað kynþátt sem þekkist undir nafninu orkar. Hann plataði ýmsa Maja til að ganga í lið með sér og þá urðu til Balroggar sem eru helsta vopn Melkors. Voldugasti majinn, Sauron, sem Melkor plataði í þjónustu sína hélt uppi illskunni eftir að Melkor féll. Á milli stóru sagnanna í Silmerillinum eru ýmsar skemmtilegar smásögur og ber þá helst að nefna fallegu og spennandi ástarsöguna um Beren af Mannakyni og Lúþíen Tinúvíel af Álfakyni, söguna af hinni stórglæsilegu hulduborg Gondolín, sögu máttarbauganna (stutt gerð af Hringadróttinssögu) og uppáhaldið mitt, sorglega sagan um mannin Túrin Túrambar sem virtist vera dæmdur til að mistakast en tókst að verða einn frægasti maður Miðgarðs, þekktur fyrir að hafa vegið drekann Glaurung.

Þessi bók er frábær og er mjög skemmtilegt að lesa um heim Tolkiens og áhugavert að vita hvað þessi maður lagði mikla vinnu í skrif sín. Einnig er áhugavert að lesa hana því að lesandinn sér strax hvað Tolkien var undir miklum áhrifum Íslendingasagna. Frammúrskarandi vel skrifuð bók og það er synd að hún skuli ekki hafa fengið jafn mikla athygli og Hringadróttinssaga. Ætla ég svo að enda ritgerðina með lýsingu á Jarendili sem siglir nú í háloftunum, með Silmerilinn á enni sér.


„Fagurt og undursamlegt var það skip og yfir því blakti logi,
svo hreinn og skær; og Jarendill hinn mikli Sæfari sat við
stjórnvölinn allur glitrandi af gimsteinadufti með Silmerilinn
á enni sér. Fjarska langt sigldi hann á því himnaskipi alla leið
út í stjarnlaust tómið; en oftast sást til hans morgna eða
kvölds, glitrandi í sólrisi eða sólsetri, þegar hann snéri baki
úr siglingum sínum handan enda veraldar.“
(Tekið úr þýnðingu Þorsteins Thorarensens á bókinni Silmerillinn.)

PS. Þetta með hvenær hann hóf skrif sín er ég ekki með alveg á hreinu, held að þetta sé rétt hjá mér.