The Nazgûls Nazgûlarnir

Jæja… ég bara ákvað að senda inn grein og krotaði örfáar
staðreyndir niður á blað…

Nazgûlarnir voru fyrst séðir árið 2250 á annari öld en og var
þeim útrýmt árið 3019 á því herrans ári, þegar hringnum var
eitt. Orðið Nazgûl er komið frá “the black speech” og þýðir:

Nazg = hringur
Gûl = vomi (wraith)

Nazgûlarnir voru Númenar, sem bjuggu í Arnor eftir reyði
Valardróttna sem þýðir það að þeir hafi upphaflega verið góðir
svo að hringarnir hafa gert meira gagn en bara að gera
gaurana ósýnilega ;) . Þeim var síðan spillt með hinum 9
baugum manna. Höfðingi Nazgûlanna Nornakonungurinn í
Angmar eða “the witch king of Angmar” sem hefur reyndar
einnig verið gefið nafnið “Seiðskrattinn í Angmar” skelfdi
nágrannaíbúanna í Arnor, og því var það mikill léttir fyrir þá árið
1975 á þriðju öld þegar Angmar var lagt í eiði, en þá hafði
hann valið Arnor mörgum og vondum skakkaföllum.
Nazgûlarnir gengdu miklu hlutverki fyrir Sauron sem njósnarar
og útsendarar. Nazgûlarnir riðu svörtum hestum og öðrum
faraskjótum sem eigi eru nefndir á nafn en hafa verið lýst, og
þá lýsingu má finna í bókinni “Hugarlendur Tolkiens” en hér
ætla ég að reyna að lýsa þeim:

Svartir fákar, með breiða vængi með skinnhimnu á milli
“stoðgrindar vængjanna”…

Síðan koma ýmsar pælingar eins og:

Skildu þetta hafa verið skepnur sem Sauron hafi tekið stutt
eftir klakningu og alið upp á sínu fúla holdi þangað til
“skepnurnar” hafi vaxið yfir eðlilega stærð.

Og mér finnst þetta persónulega vera snilldarbók og styð það
eindreygið að sem flestir fái sér hana.

Stuðst við “the encyclopedia of Arda” í ártölum þar sem ég
nenni ekki að muna ALLT um Tolkien.

Jæja… þá nenni ég ekki að skrifa meira og tók ég allt í einu
að þetta er þónokkur texti… þó ekki eins mikill og ég var að
vonast eftir…

Bið að afsaka allar innsláttar, stafsetninga og heimildarvillur.

kv. Amon