Dvergar Moria og örlög þeirra Dvergar Moria og örlög þeirra


Í upphafi skapaði Aulë hina sjö feður dverga. Hann hélt öllum
sínum verkum um þá leyndum en þegar upp um þau komst
talaði Eru (alfaðir) við Aulë og spurði hann hvort hann langaði
að drottna yfir þeim, og ef svo væri af hverju. Aulë svaraði að
hann skapaði dvergana aðeins til að gleðjast yfir
sköpunarverkinu en ekki til að drottna yfir þeim. Eru gerði þá
Aulë ljóst að dvergarnir höfðu engann persónuleika og irðu
bara hreifingarlausir í hvert skipti sem hann liti af þeim. Aulë
bað þá Eru að gefa þeim “líf” og Eru samþykkti það en Aulë
varð þó að leggja hina sjö feður í dvala þangað til eftir komu
álfanna.

Það varð svo og Durinn, einn hinna sjö feðra vaknaði við
Azanbulbizar þar sem nú er kallað Forsæludalur og gerði
hann sér bústað í hellunum Kheled-zâran, þar sem seinna
varð Moria og Khazad-dûm. 5 sinnum fæddust erfingjar
Durins, svo líkir honum að dvergarnir trúðu að hann Durinn
væri aftur risinn, og nefndust þeir allir Durinn. Eftir lok fyrstu
aldar tók Khazad-dûm að vaxa ört þar sem meistarasmiðir
streymdu frá Nogrod (þar sem Telchar var frá) og Belegost í
eyðingu Þengrima. Moria stóðst atlögur Saurons alla aðra
öldina, þótt nágrannaríkið Erebor væri lagt í rúst og dyrum
Moria lokað. En á miðri þriðju öld hættu dvergarnir sér þó of
langt undir Barazinbar-tindi í leit að míþríl og vöktu þeir þá upp
Balrog sem drap Durin VI og ári seinna, Náinn I son hans.
Balrogurinn fór þá drepandi um Moria en samt tókst sumum
að flýa og stefndi Þráinn I á Erebor og þar myndaði hann,
ásamt flestum þeim sem sloppið höfðu nýa byggð, þar sem
m.a. Erkisteininn-fjallshjartað var smíðað ásamt mörgum
dýrmætum hlutum. Seinna meir fékk Þorinn ferðaþrá og hjélt
ásamt meirihluta Erebor-búa til Gráufjalla, en auðnirnar
umhvervis voru alsettar drekum, en þó var bara einn dreki eftir
af hinum miklu stórdrekum norðursins þar, Smaug. Drekarnir
gerðu árás á Gráufjöll og fóru þar rænandi hendi, en dvrgarnir
flýðu enn á ný, meirihlutinn aftur til Erebor en þó fóru sumir til
Járnfjalla þar sem stofnuð var ný byggð. Smaug fékk þó að
lokum fregnir af auðæfum Erebors og réðst hann einn síns
liðs á Erebor og tók þar öll auðæfi. Enn á ný voru dvergarnir
hraktir til að flýa. Þrór dó á flökkurlífinu og gaf Þráin-erfingja
sínum, eina dýrgripinn sem hann átti, síðastan
dvergahringanna sjö. Hann sagði Þráinni að hringurinn gæti
hjálpað honum til að safna á ný auðæfum enda var sagt að
bak við all hina sjö risavöxnu gullhrúgna fornu
dvergakonunganna var einn lítill hringur.

Seinna meir brast út stríð milli Moria-orka og dverga og unnu
dvergar stríðið, en þurftu þeir að borga fyrir það, í mörgum
“dvergslífum”. Orkinn sem stjórnaði orkunum, og vald stríðinu
hét Azog, sem var föður belgs.

Seinna meir fór Gimli “álfavinur” (hann fékk viðurnefnið vegna
Legolasar & Galadríelar) með Legolasi til handanlanda, en er
ekki vitað hvort hann hafi fengið inngöngu né neitt meira um
örlög hans.

Vil afsaka allar stafsetningarvillur sem og fljótfærnisvillur á
sögusviðinu.

Heimildir: minn eigin heili

kv. Amon