And thus in anguish Beren paid
for that great doom upon him laid,
the deathless love of Lúthien,
too fair for love of mortal Men;
and in his doom was Lúthien snared,
the deathless in his dying shared;
and Fate them forged a binding chain
of living love and mortal pain.


Sagan um Beren og Lúthien var ein af þeim fyrstu sem að Tolkien samdi. Hún var hripuð niður með blýanti í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1917 og Tolkien kallaði hana The tale of Tinúviel. Þessi saga byrtist í The book of lost tales 2. Allt til dauðadags var Tolkien að skrifa og endurskrifa söguna af Beren og Lúthien og að margra mati er þetta ein fallegasta ástarsaga sem að skrifuð hefur verið.
Í Lord of the rings syngur Aragorn stutt ljóð (72 línur) um Beren og Lúthien fyrir hobbitana. Þar tekur hann fram að þetta sé stutt útgáfa af sögunni þýdd úr álfamáli. Þetta var eina efnið um Beren og Lúthien sem að Tolkien birti í lífi sínu.
Eftir dauða föður síns gaf Cristopher Tolkien út bæði the Silmarillion og the Book of losr tales þar sem að sagan byrtist í heilstæðari mynd. Í the silmarillion er heill kafli um Beren og Lúthien. Í byrjun kaflans er það tekið fram að sagan sé stytt útgáfa í óbundnu máli tekin upp úr ljóðinu Lay of Leithian.

Fæstir hefðu nú ímyndað sér að nokkur hefði samið ljóð sem að væri lengra en kaflinn í bókinni sem að er 31 blaðsíða. En Tolkien var og verður alltaf snillingur. Hann raunverulega samdi the Lay of Leithian. Reyndar samdi hann nokkuð margar útgáfur af ljóðinu sem eru þó allar í sama bragarhætti. Árið 1985 gaf Cristopher Tolkien svo út bókina The Lays of Beleriand. Þar hefur hann tekið saman allt ljóð föður síns og skeytt þeim saman í eitt heilstætt ljóð sem að er svo gott sem 4223 línur og segir söguna úr the Silmarillion frá byrjun tilenda í bundnu máli. Þvílík snilld!!! Ég verð að mæla með því að allir sannir Tolkien aðdáendur lesi þetta. Í bókinni The Lays of Beleriand er einnig ljóðið the Lay of the children of Húrin í tveim útgáfum og kafli sem heitir poems early abandoned. Þar eru nokkur ljóð um ferð Noldor álfanna frá Valinor. Í seinasta kaflanum er svo styttri útgáfa af the lay of Leithian.

Og já meðan ég man þetta heitir EKKI the lay of Lúthien eins og Aragorn segir í extended DVD cut af myndinni. Orðið Leithian þýðir Release from bondage.

Eitt sem ég hef verið að pæla í er annað ljóð sem að mynnst er á í the Silmarillion. The lay of Eärlendil. Ég veit að Tolkien skrifað niður ljóð sem hét the Voyage of Eärlendil þó svo að ég hafi aldrey séð það. Ég var að pæla hvort að the lay of Eärlendil hafi einhventíman verið skrifað og hvort að Cristopher hafi gefið það út? Ef að þið hafið séð þetta ljóð einhverstaðar þá látið mig vita.
Lacho calad, drego morn!