12. nóvember síðast liðinn var gefin út 4-diska DVD útgáfa sem er talsvert frábrugðin útgáfunni sem kom í ágúst.

Það sem merkilegast er við þessa DVD útgáfu er að hún inniheldur 30 mínútna lengri útgáfu af Fellowship of the Ring myndinni. Ástæðan fyrir því að það var hægt var sú að til var stór fjöldi ónotaðra atriða sem tekin höfðu verið upp en ákveðið var að klippa út úr myndinni þegar hún fór í bíó vegna tíma en leikstjórinn var undir mikilli pressu frá fjármagns- og dreifingaraðilanum New Line að ekki hafa lengd myndarinnar yfir 3 klst. Mikill tími hefur farið í að útbúa þessa lengri útgáfu myndarinnar því að það þurfti að semja auka tónlist og klára tæknibrelluvinnslu varðandi hverja einustu nýju senu. Mikill aukavinna í klippiherberginu átti sér einnig stað til þess að fá nýju senurnar til að fljóta vel með þeim gömlu.

Ég fékk myndina þann 13. nóvember og er búinn að horfa á þessa lengri útgáfu myndarinnar en á eftir að fara í það að líta á allt aukaefnið sem samanstendur af 6 klst. af myndskeiðum sem fjalla um gerð myndarinnar og einnig ýmis commentary og margt fleira.
Ég mun því koma með aðra grein þar sem ég kafa ofan í aukaefnið og fjalla um DVD útgáfuna í heild sinni en í þessari grein ætla ég einungis að fjalla um þessa nýju útgáfu en hún er sú sem aðdáendur hafa beðið lengst eftir, ekki síst þeir sem fannst vanta ýmislegt í fyrri útgáfuna varðandi persónusköpun og margt annað.


Myndin:

Það fyrsta sem ég varð var þið er að þessi útgáfa hefur betri myndgæði en sú fyrri. Aðeins skýrari og litasamsetningin betri, að mínu mati.

Ég mun skipta umfjölluninni um hinar nýju senur niður í nokkra flokka:


<b>The Shire- Land hobbita</b>
**************************
Svo kemur ein stærsta viðbót þessarar útgáfu en það er hvernig aðalsagan byrjar, eftir prologue-ið. Bilbó kynnir okkur hér aðeins fyrir Hobbitum á meðan hann er að skrifa í bók sína. Inn í þessa kynningu bætist svo samtal Gandalfs og Frodo á vagninum en þó aðeins breytt. Öðruvísi tónlist er leikin undir og setningar sem sagðar eru öðruvísi benda til þess að hér sé um aðra töku að ræða. Einnig vantar nokkrar setningar í samtalið frá fyrri útgáfunni.

Það er ekki annað hægt að segja að þetta atriði var mjög gott, ef horft er á það sjálfstætt. Skemmtileg kynning á Hobbitum, nokkur fyndin brot hér og þar og svo framvegis. Mjög gaman að sjá þetta.

Ég er hinsvegar ekki alveg sáttur, ástæðan er sú að ég var mjög ánægður með hvernig sagan byrjaði eftir prologue-ið með Frodo lesandi upp við tré og Gandalf koma keyrandi syngjandi og þeir talandi saman um hitt og þetta. Vissulega er atriðið í nýju útgáfunni einnig en nokkur skemmtileg gullkorn Gandalfs vantar og það er ekki sami “fílingur” sem ég fann fyrir í fyrri útgáfunni. Þetta gerir það að verkum að ég muni halda gömlu DVD útgáfunni, bara út af þessu.
En kannski á ég eftir að taka þetta í sátt þegar ég er orðinn vanur þessu, hver veit ?

Veisla Bilbós er hinsvegar með mjög skemmtilegar viðbætur og ekkert um þær að kvarta. Þær felast í ýmsum litlum smáatriðum og svo er mjög flott samtal Bilbó og Frodo eftir að þeir hafa falið sig frá leiðingaættingjum, um af hverju Bilbó tók Frodo í fóstur.

Annað gott atriði gerist á kránni þar sem við hittum Merry og Pippin syngjandi uppi á borði á fullu og svo samtal þorpsbúa sem er líkt atriðinu úr bókinni.


<b>Ferð gerð lengri</b>
*************************
Það var fullt af litlum aukasenum bætt við á ferð Hobbitanna t.d. tvær senur þar sem við sjáum þá fara að sofa um nóttina á leiðinni en þetta gerir það að maður fær strax tilfinningu um að þetta er að gerast á lengri tíma en var áður. Mjög flott atriðið þegar Frodo og Sam heyra í Álfum syngjandi í skóginum og leggja við hlustir.
Einnig var leiðin frá Bree aðeins fjölbreyttari og þurftu aumingja Hobbitarnir að vaða mýri sem þeir sluppu alveg við í fyrri útgáfunni. Aragorni er gefinn smá karakter þegar Frodo heyrir hann um nóttina syngja brot úr söng um Beren og Lúthíen.

<b>Rivendell</b>
*******************
Hér má finna smá samtal Aragorns og Bormír í herberginu þar sem brot Narsíls voru geymd og svo kom Gandalfur allri ráðstefnu Elronds í uppnám með að mæla á hinni myrku tungu hringaversið fræga og nötraði allt og skalf og var Elrond ekki ánægður með þetta. Mér fannst þetta nokkuð gott, sérstaklega viðbrögð Elronds en einhverjum finnst ábyggilega ræða Gandalfs dálítið ýkt og undarleg.
Það var gaman að sjá senuna þar sem Föruneytið kveður Rivendell áður en það heldur í átt til Mordor. Ekkert merkilegt gerist svo sem en það er stundum fínt að allt gerist ekki bara í einu heldur að láta sumt taka sinn tíma. Eitthvað fór nú skeggrót Hugo Weaving (Elrond) í taugarnar á mér í þessu atriði samt. Hún er allt of augljós en eins og menn vita vex Álfum ekki skegg og hlýtur förðunardeilidin að hafa legið í veikindum þegar þetta atriði var tekið.

<b>Moría</b>
****************
Ekki var mjög miklu bætt við Moría enda var þetta nokkuð langur kafli í fyrri útgáfunni og skiljanlegt að fara ekki að eyða meiri tíma þar en þörf er á. Atriðið fyrir framan dyr Moría var þó aðeins lengra og nokkar góðar setningar þar eins og þegar Gandalfur pirrast út í Pippin.
Tröllsatriðið mikla í sal Balins inni í Moría hafði nokkrar viðbætur, þar á meðal þar sem tröllið er að fara traðka aumingja Sam niður og þegar Aragorn bjargar Boromír frá dauða.
Því miður var Balroggsatriðið ekkert lengra sem ég hafði verið að vonast eftir, en ég veit að það var mun lengra í einhverri grófri útgáfunni fyrir löngu síðan.

<b>Lothlóríen</b>
********************
Öll Lothlóríenatriðin voru stækkuð mjög. Að mínu mati er bara þessi mikla viðbót á Lothlóríen nógu góð ástæða til þess að kaupa sér þessa DVD útgáfu.
Tolkien aðdáendum (þar á meðal mér) fannst vanta virkilega mikið í þennan kafla í fyrri útgáfunni og var frábært að sjá hvernig fullt af nýjum senum litu dagsins ljós í Lothóríen sem kom líka fram sem bjartari staður en áður hafði verið.
Í upphafi er mjög góð sena þar sem Föruneytið á í vandræðum með að fá leyfi til þess að komast inn í Lothlóríen. Hér voru líka fleiri Álfs-Dvergs rifrildi. Senan með Celeborn og Galadríeli var stækkuð til muna og fékk Celeborn mun stærra hlutverk núna í þessari senu og einnig senunni sem fylgdi. Hann kom hálfpartinn út sem virkilega lélegur leikari í fyrri útgáfunni en mér finnst hann bara fínn núna.
Brottför Föruneytisins frá Lothlóríen var samt að mínu mati best. Hér kemur Lembas-brauðið fyrst til sögunnar í atriði með Legolas, Merry og Pippin sem var nokkuð fyndið og gaf Legolas einnig smá persónuleika en hann kom alltaf mikið áður fyrir sem bara bardagahetja. Hver meðlimur Föruneytisins fékk veglegar gjafir og atriði Galadríelar og Gimla var stórkostlegt en ég hef hlakkað mikið til þess. Galadríel kemur líka fyrir sem hlýleg persóna hér en hún var dálítið kuldaleg í fyrri útgáfu.

<b>Amon Hen</b>
*******************
Aragorn og Boromír áttu nokkur athyglisverð samtöl á leiðinni niður Anduin fljót og sýndi þetta enn og aftur hvað Sean Bean leikur Boromír á stórkostlegan hátt. Bardaginn á Amon Hen átti svo nokkrar ágætar viðbætur varðandi bardaga og tilraun Boromírs til að halda Merry og Pippin var mun flottari hérna með skemmtilegri bardagatækni frá bæði Hobbitunum og Boromír.


Svo er endalaust hægt að telja upp setningar og senur hér og þar í myndinni sem voru í þessari útgáfu. Voru lanflestar þessara viðbóta mjög góðar og er ég mjög ánægður með myndina eins og hún er núna.
Hvet ég alla sem áhuga hafa á betrumbætti útgáfu Fellowship of the Ring að fjárfesta í þessari 4-diska DVD útgáfu.


Ég verð með umfjöllun um aukaefnið fljótlega


Endilega komið núna með skoðanir ykkar á þessari útgáfu…