Nú er búið að gera ævisögu Tolkiens og er hún skrifað af Michael White. “Hér er farið yfir ævi rithöfundarins og fræðimannsins Tolkien sem m.a. hefur notið frægðar fyrir Hringadróttinssögu og Hobbitann. Sagt er frá fyrstu árum hans í Suður-Afríku, uppvexti hans í Englandi, hjónabandi, vináttu og háskólalífi í Oxford. Saga sérstæðs snillings og sérvitrings, sem lifði að hluta til í heimi goðsagnarinnar.”
Í bókinni kemur fram hvernig Íslendingasögurnar og norræn goðafræði m.a. Eddukvæðin höfðu áhrif á sköpun höfundarins.
,,Tolkien er lýst sem afar spennandi rithöfundi, þar sem hið góða og hið illa breytist í lifandi og trúverðug fyrirbæri." Torben Wendelboe, Lektor

Upplýsingar: Bæklingur frá PP Forlagi
Fyrir þá sem vilja vita er bókin gefin út á Íslensku og Dönsku af PP forlagi.
kv. Arnór