Sæl.

Það vill svo leiðinlega til að ég þarf að bregða mér aðeins frá til útlanda núna á morgun, sem mun þó ekki standa yfir lengi. Mig langar þess vegna að biðja um smá tillitssemi og þolinmæði þangað til ég kem aftur.

Ég reikna með því að komast eitthvað á netið þó ég verði ekki innskráð á huga 24 tíma á sólarhring eins og vanalega. Þess vegna gæti verið smá lengri bið í að innsendar greinar, myndir og kannanir verði samþykktar heldur en gengur og gerist en þær verða þó samþykktar að lokum svo enginn þarf að pósta 100 korkum um það.

Einnig vil ég afsaka fyrirfram alla þá korka sem munu birtast hér meðan ég er í burtu og eiga ekki heima hérna, því þó þið takið ekki öll eftir því þá eyði ég nokkrum þannig daglega. Ef þið verðið vör við eitthvað slíkt þá er um að gera að senda mér skilaboð um það og ég verð fljótari að koma því út þegar ég kemst á netið.

Eins og flestir hafa tekið eftir er ég aðeins ein að stjórna þessu áhugamáli, sem skýrir þessa tilkynningu. Hins vegar get ég einnig tikynnt ykkur það að málið er í vinnslu og nýr stjórnandi mun vonandi kynna sig hérna bráðlega.

Svo langar mig líka að nota tækifærið og svara öllum þeim sem hafa verið að spurja mig um tískufrík vikunnar, en sá liður mun aftur hefja göngu sína þann 18. júní. Þannig að þeir sem vilja vera með og hafa ekki sent inn nú þegar geta farið að senda mér, þetta fer svo allt í einn bunka og einn notandi kemst að í hverri viku. Einnig geta þeir sem hafa áður tekið þátt sent aftur inn, hver veit nema tískan þeirra hafi eitthvað breyst síðan síðast? :)

Til að undirstrika orð mín vil ég vekja athygli á því að fjarvera mín er aðeins tímabundin og er ekkert sem smá þolinmæði og tillitssemi ekki læknar. :) Það verður allt samþykkt þó það gerist ekki á mínútunni eins og áður.

Bestu kveðjur og með von um þolinmæði af ykkar hálfu,
Jessalyn ;)