Hæ aftur!

Ég var að pæla í að stokka aðeins upp í korkunum og jafnvel breyta aðeins nöfnunum, hafa 3-4 flokka. Mér finnst þetta ekki nógu nákvæmt eins og þetta er núna og væri til í að hafa sér kork fyrir t.d. vandamál, tattoo & piercing, föt o.s.frv. En eins og ég sagði verða flokkarnir líklegast ekki fleiri en 3-4.

En áður en ég fer í að breyta þessu væri ég til í að fá tillögur frá ykkur fólkinu á áhugamálinu um hvernig best væri að raða þessu niður. Ef þið eruð með einhverjar tillögur eða skemmtilega hugmyndir að nýjum korkum í kollinum, ekki hika við að koma því á framfæri til mín.

Kv, Jessalyn