ATH: Hertar reglur! Sem eini virki stjórnandi þessa áhugamáls hef ég tekið þá ákvörðun að herða á reglum varðandi stafsetningu, málfar, uppsetningu og efnistök greina og alls annars efni sem sent verður hingað inn.

Ástæðan er sú að ég er orðin langþreytt á að ritskoða álit við svokölluðum B-greinum í gríð og erg, því fólk virðist geta mist sig út í morðhótanir við gagnrýni á þeim.

Sjálf hef ég alltaf verið mjög fylgin svo hörðum reglum en aldrei látið þær viðgangast hérna, einfaldlega vegna þess að þetta er ekki sagnfræði áhugamál. Ég hef ávallt talið nóg að efninu sé vel komið til skila og greinin nytsamleg fyrir lesendur. Sé þessu ekki alveg nógu vel fylgt eftir hef ég lagt það í vana minn að henda greininna á korkana, a.m.k. ef eitthvað gagn var af henni.

Þessi taktík mín virðist hins vegar ekki vera að virka hérna og því tilkynni ég ykkur hertar reglur af minni hálfu og vona að þær muni falla í góðan jarðveg ykkar sem hafið gaman af að efnagreina greinar og korka niður í frumeindir.

Virðingarfyllst,
Jessalyn