Jæja þar sem að þetta er orðið að tísku og útliti langar mig að spyrja ykkur hvaða naglabandakrem er best að kaupa.

Ég er hætt að naga neglurnar, og það gengur býsna vel, en naglaböndin á mér eru í klessu þar sem að ég nagaði þau líka :/
Ég hef verið að bera á mig handkrem 2-3 á dag, og þetta er strax mikið mikið betra, en ekki alveg orðið eins og ég vil hafa það.

Svo annað .. ég er svo vitlaust með svona neglur, þetta sem ég er búin að safna af þeim, það er bara ekkert hvítt, heldur einhvernveginn glært bara.
Oftast þegar maður sér konur þá eru neglurnar á þeim svona hvítar (það sem er vaxið fyrir framan kvikuna)
Hvað get ég gert til að hafa þetta svona .. *flott* ?

Þigg öll naglaráð sem þið getið gefið mér

Zallý, ex-nagari<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–