Ég hef alltaf verið ein af þessum stelpum sem hef ellst við þá tísku að vera módel grönn eða allavega reynt það með endalausri megrun, en með littlum árangri og er frekar eðlileg í vexti. Þetta hef ég verið mjög óhamingjusöm með síðastliðin ár. Nema hvað að undan farið hef ég tekið eftir því að þetta er að breytast innra með mér, ég er bara ekki eins ósátt við sjálfan mig. Til dæmis var ég í Bláa lóninu í gær og allveg fullt af mjög grönnum stelpum og ég tók eftir því að mér fanst ekkert fallegt hvernig fötin hengu utan á þeim og hvað þær voru brjóstlausar og hvernig það vantaði allveg á þær mjúku línurnar.
Ég tek það samt framm að ég hef ekkert á móti einum eða neinum heldur er þetta bara fagurfræðilega breytt sjónarmið hjá mér, sem ég vona að veiti einhverjum einhverja hjálp.

Kveðja
Bubblecat