Ég var bara að pæla, þar sem ég veit ekkert rosa mikið um að fá sér tattoo... hvað kostar það svona almennt? Ég er aðallega að hugsa um samt svona frekar lítil, ekki rosa stór og mikil. Er þetta rosa dýrt? Og hvert er best að fara?

Ég er bara í svona hugleiðingum, er ekkert endilega að fara að fá mér tattoo, en hef samt nokkrar hugmyndir ef ég geri það einhvern tímann. Eitthvað svona sætt eins og hjarta, kross, "Faith" eða "Stay Strong" á úlnliðina :)