Hæhæ :) Ég hef verið að gæla við þá hugmynd í hálft ár að fá mér sílíkon og nú finnst mér vera komið að því að ég fari að panta mér viðtal hjá einhverjum góðum lýtalækni og panti mér tíma í sílíkon. Mér er aaalls ekki sama hver gerir svona aðgerð á mér og þess vegna var ég að velta því fyrir mér hvort þið hafið einhverja reynslu eða hvort þið hefðuð heyrt frá öðrum stelpum hver sé sá hæfasti í sílíkonaðgerðum á landinu.
Sjálf hef ég aðallega heyrt um tvö nöfn, Guðmund á Domus Medica og Ottó á Domus Medica. Endilega segið mér ef þið mælið með einhverjum!

-Frida