Ég hef bara síðan ég var pínulítill krakkaasni haft mjög gaman af því að fylgjast með öðrum konum mála sig og mér finnst alltaf gaman að fylgjast með því þegar stelpur eru að mála sig , hvað þær nota , hvað þær nota mikið að hverju ,hvernig þær gera hlutina og hvaða liti þær nota og mig langar svoldið að vita hvernig svona “party make up” er hjá ykkur


Venjulegt “party make up” (as in aðeins meira en maður setur á daginn held ég , alla vega hjá mér) hjá mér :

ég byrja á því að setja rakakrem yfir allt andlitið
næst set ég MAC prep+prime primer
svo skyggi ég kinnbeinin og með sólarpúðri og set smá kinnalit á kinn beinin sjálf , til að láta þau sjást svoldið betur
ég hef samt aldrei verið góð í kinnbeinaskyggingu svo ég veit ekkert hvað er rétt og rangt í þessu
næst tek ég augun , ég byrja oftast á því að setja ljósan augnskugga yfir allt auglokið , alveg upp á augnbein ég nota oftast augnskugga frá mac sem heitir naked lunch
svo nota ég pínu dekkri augnskugga , ég nota samt oftast ljósa liti af því ég er með svo lítil augu, og geri bara svona klassíst en mjög ódramatíst smokey og nota svo oft enn ljósari augnskugga yfir augnlokið sjálft
set svo oftast gylltan eyeliner í neðri augnhárin (aftur eitthvað sem ég kann ekkert á eyelinerar) og svo bara maskari
einhverra hluta vegna gleymi ég oftast vörunum eða set bara vaseline á þær en stundum þá set ég gloss , þá oftast einhver fölbleik sem sjást nánast ekkert þegar þau eru komin á varirnar

svo hvað gerið þið?

og eitt enn þegar þið kaupið ykkur snyrtivörur hvort spáið þið meira í gæði eða verð ?