Hæhæ
Eins og þið sjáið á titlinum þarf ég að fara í klippingu og litun með stuttum fyrirvara eða í þessari viku helst. :S

Hefur einhver af ykkur reynslu af Salon Nes, Hárhönnun eða Greiðunni? Hef reyndar farið einu sinni á Greiðuna en það var bara klipping samt. Langar svolítið að fara á Salon Nes því hún er frekar ódýr samkvæmt verðskránni á netinu en ég vil að sjálfsögðu ekki fara ef það er ekki góð stofa…

Einhver önnur stofa sem þið mælið með?

Er með meðalsítt hár rétt fyrir ofan axlir ef það hjálpar. Ætla bara að særa hárið en langar að breyta toppnum aðeins.

Ég vil helst fara eitthvað ódýrt og líka helst á stofur sem eru með Tigi eða Aveda vörur… Ég veit ég er erfið ;)

Og ég veit að svipuð spurning hefur komið milljón sinnum áður en ákvað að gera nýjan þráð fyrst ég er með svona sérþarfir hehe :)

Með fyrirfram þökk!

Kveðja
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég