Áðan þá ákvað ég að lesa þráðinn : Feitar stelpur!
hvað er málið með ykkur ?! þið haldið að feitt fólk geti bara labbað út í búð og komið heim grannt og fínt!
stelpan biður um hjálp við að finna flott föt á sig, þið bendið henni á að GRENNAST! já, eða fjárfesta í líkamsræktarkorti!
kannski er hún í fullri hreyfingu, er að bíða eftir að grennast og vill eiga flott föt á meðan, þetta gerist ekki bara strax!
já, eða kannski vill hún vera þykk.
það er ekkert öllum sem langar að vera eins og títurprjónn, tjah, það er val sumra - en alls ekki allra!

ég get t.d alveg sagt það að ég er með slatta utan á mér, ég æfi sund 9 sinnum í viku, er á fullu í ræktinni, og nota hverja einustu auka mínutu sem ég mögulega næ til þess að skella mér upp á skíðasvæði til þess að fara á snjóbretti!
skiðasvæðið er rétt hjá bænum minum þannig það er fljott að fara.
en allavega, ég hef verið svona í nokkur ár en samt eru min finu kilo ennþa hér, ég borða ekkert nammi, hef ekki drukkið gos í 5 ár.
ég sit ekki og væli eins og þið mynduð halda að ég geri!


þannig það er ekkert alltaf lausn að fara í ræktina!
þó það virki vel fyrir marga, þá virkar það ekki fyrir alla!
sýnið stóru fólki virðingu með því að sleppa svona commentum og hugsa þau bara.

og að skrifa ‘ farðu bara í megrun ’
það er ógeðslega dónalegt, þetta getur truflað sjálfsýmind stelpunnar ekkert smá mikið!

Bætt við 13. ágúst 2009 - 10:46
Re: Feitar stelpur!


Tilvitnun:

brennsla er bara mismunandi hröð!


Þetta er einfaldlega almennur misskilningur og afsökun sem feitt fólk notar fyrir því að gefast upp…

Til þess að auka brennslu er t.d. hægt að byrja að borða morgunmat.. og borða almennt 6 sinnum á dag og taka cardíó á hverjum degi auk lyftinga..

og svo er náttúrulega alltaf kjörið að hætta öllum hvítum sykri t.d. nammi og gosi.

Feitt fólk eru aumingjar.
————–
Feitt fólk eru aumingjar

hvernig getur fólk staðfest svona?!
mér finnst þetta ekkert smá dónalegt!!
það er alveg heeeeeeelling af fólki sem á t.d við eh veikindi að stríða og má því ekki hreyfa sig, ath MÁ því ekki hreyfa sig.
Sumir eru með sjukdóma sem hafa þau áhrifa að þeir einfaldlega brenna varla neinu, nema því sem þeir borði - þótt þeir borði eftir því sem EINKAÞJÁLFARI segir!
sumir t.d bæta ekki á sig en halda sér alltaf í svipaðri þyngd þó þeir hreyfi sig alveg helling!

fokk hvað maður verður reeeiður á því að sjá folk skrifa svona..