Ég skil þetta ekki!

Ég er alltaf að sjá feitar stelpur flott klæddar, flottar til faranna.
En þegar ég, feit stelpa, vill finna mér föt finna ég ekkert sem passar!
Ég skil að fólk verslar erlendis, en ég veit um nokkrar sem versla hér og er alltaf fínar í tauinu en eru ágætlega stórar um sig.

Ég fíla reyndar Dororthy Perkins og hef glappast til að finna eitthvað á mig þar. EN finnst ekki varið í Evans, sem er nú þekkt fyrir stórar stærðir.

Þannig vitið þið um einhverja búð sem er góð fyrir ungar konur sem er í stærri kantinum. Og ekki væri verra ef það væri á góðu verði. :)


Takk fyrir mig,—