Ég er ný búin að fá mér permanet, og þar sem ég hef alla ævi verið með rennislétt hár er þetta mjög nýtt fyrir mér. Ég þarf já að kaupa mér allskonar “krullu vörur” eins og t.d. hárfroðu, en er alveg nauðsynlegt að kaupa sér 2000+ voða fína hárfroðu eða get ég alveg eins keypt einhverja í bónus?

Ég tími ekki beint að endurnýja allt hárvörusafnið mitt og kaupa mér allt fyrir krullað hár, en ef þið teljið það af reynslunni þess virði er ég tilbúin til þess.
Hvaða sjampóum og froðum og allskonar mæliði með? OG sjáiði virkilega mun á að nota fínu vörurnar frekar en þær venjulegu sem fást í bónus? Endilega deilið reynslum, plís ég veit ekkert hvað skal gera.

Fyrirfram þakkir :)
Sá er sæll er sjálfur um á