Ég var ljóshærð nýlega og fór á stofu og lét lita hárið dökkt. Núna er ég komin með ljósa rót sem kom alveg mjög fljótlega og er mjög áberandi en ég er ekki að tíma því að fara aftur á stofu og vera alltaf að láta lita rótina..

..Svo mig langar að prufa að kaupa mér pakkalit úti í búð og lita bara sjálf svo nú spyr ég;

1. Er það algengt að liturinn mistekst þegar maður er að setja dökkan lit í?

2. Hvar er best að kaupa svona pakkaliti og er einhver tegund betri en önnur?

3. Hver er ykkar reynsla af þessu?
Því betur sem ég kynnist mannkyninu því vænna þykir mér um hundinn minn.