Sko, seinasta ár hefur verið svona, hvað segir maður. Endurbygging? Allavega, er búin að ganga í gegnum miiiklar breytingar, líkamlega, andlega og bara svona “lífslega” (barn, lífsstíll, sambandið os.frv).

Núna veit ég miklu meira hver ég er og hvað ég vil gera og bla. En ekki hvernig fötum ég vil vera í. Ef ég fer í eitthvað sem er ekki svart eða eitthvað sem er í tísku núna eða bara dressa mig upp, þá líður mér alltaf eins og kjána sem er að “reyna að vera eitthvað” og ég held að það sjáist svo geðveikt vel að mér lýður ekki vel í fötunum sem ég er í. Þar að segja þegar ég er ekki í venjulegum gallabuxum, bol og gollu.

Tengist örugglega sjálfstraustinu en mér finnst það bara fínt samt sko. Ég finn mig bara ekki..

Skilur einhver hvert ég er að fara?




Bætt við 20. maí 2009 - 23:02
T.d í dag vildi ég reyna að brjótast út úr skelinni og vera svolítið sumarleg. Svo ég fór í háar stuttbuxur, hlýrabol og gollu yfir og í geggjaða hælaskó. Svo þegar ég er á leiðinni út í vinnunna fríkaði ég út, var heillengi fyrir framan spegilinn tvístígandi hvort ég ætti að vera í þessu eða ekki og endaði á því að taka hlýrabolinn yfir buxurnar því mér fannst ég vera overdressed hinsegin og tók með mér önnur föt í vinnuna, sem ég fór síðan í stuttu seinna!