Ég á svona Brazilian Tan brúnkukrem sem ég er búin að eiga í örugglega 2 ár, hef ekki notað það mikið..

Ég var að spá, getur brúnkukrem “runnið út” og hætt einhvernvegin að virka?

Ég setti það á mig fyrir ekki svo löngu, jú ég varð brún, en svo daginn eftir þegar ég fór í sturtu fór öll brúnkan af. Ég fer alltaf í sturtu áður en ég set á mig brúnkukrem, skrúbba húðina vel og set rakakrem og svo brúnkukremið. Ég geri þetta á kvöldin og fer svo í sturtu þegar ég vakna daginn eftir.

En það er eins og brúnkuefnið í kreminu fari ekki inní húðina eða eitthvað. Kannast einhver annar við þetta?