Oki, hef oft lesið hérna að það sé hægt að þrengja buxur en ég man ekki hvort verið var að meina buxurnar sjálfar eða bara mittið.

Á nefnilega gallabuxur sem ég keypti um daginn, virtust vera nægilega þröngar þegar ég mátaði og þess vegna keypti ég þær, nema svo þegar maður er búin að ganga í þeim í svona klukkustund þá víðka þær út og það er boring því ég vildi hafa þær þröngar. Er hægt að þrengja gallabuxur þannig að þær verði þannig þröngar eins og ég er að meina? Svona eins og Cheap Monday buxur. Hef einmitt heyrt að það sé EKKI hægt eeen það má vera bjartsýnn.