ok ég er með alveg leiðinlega glansandi enni alltaf hreint.
Ég myndi samt ekki segja að ég sé með óhreina húð, fæ voðalega lítið af bólum í framan og hef aldrei haft neitt fílapenslavandamál.
Svo er ég núna í miklum kulda í noregi og er að þorna á augnlokum, kringum nefið og aðeins á kinnunum… en ennið er alltaf jafn glansandi leiðinlegt.

Nú þríf ég andlitið kvölds og morgna, með vörum sem heita “Natures of Scandinavia” og eru sænskar og algjörlega náttúrulegar.
Nota eitthvað sem kallast “foaming cleanser” blanda við vatn, mynda froðu og ber á andlit og skola svo af. Svo ber ég dagkrem á mig, og fyrir svefn ber ég balancing toner á mig eftirá.
SAMT verður húðin alltaf leiðinlega glansandi, bara á enninu! fer kannski eitthvað út og tek eftir þessu í spegli einhverju síðar…og þetta fer óendanlega í taugarnar á mér.
Ég nota vanalega ekki púður eða meik yfir daginn og þetta kemur alveg sama þó ég sé með púður eða ekki.
Einhver tips?